Einstakt nám á heimsvísu 24. júní 2009 03:00 22 nemenda hópur útskrifaðist úr diplómanáminu Námstíminn var ómetanlegur tími og lærdómsríkur fyrir alla sem að því komu, nemendur sem og starfsfólk, segir Guðrún V. Stefánsdóttir, lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.mynd/Kristinn ingvarsson „Þetta hefur verið alveg ómetanlegur tími og mjög lærdómsríkur fyrir alla sem að þessu námi komu, nemendur jafnt sem starfsfólk. Ég er viss um að námið hefur gegnt sínu hlutverki í því að breyta viðhorfum hjá ansi mörgum," segir Guðrún V. Stefánsdóttir, lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands (HÍ). Síðastliðinn laugardag útskrifuðust 22 nemendur úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun úr HÍ. Guðrún hafði umsjón með skipulagi og þróun námsins ásamt Vilborgu Jóhannsdóttur, samlektor sínum. Að sögn Guðrúnar er námið, sem hófst haustið 2007 sem tilraunanámsleið á þroskaþjálfabraut, í raun einstakt á heimsvísu. „Ég veit um háskóla í Bandaríkjunum og á Írlandi sem hafa boðið upp á nám fyrir þroskahamlaða, en þar hefur verið um að ræða mun meiri skiptingu milli þroskahamlaðra og annarra nema. Í diplómanáminu okkar hefur verið lögð mikil áhersla á að nemendurnir stundi námskeið með öðrum nemendum. Í því augnamiði var þróað stuðningskerfi, svokallað mentorakerfi, þar sem samnemendur veittu diplómanemendunum stuðning ef svo bar undir. Eitt af því ánægjulegasta var að sjá hversu vel þetta samstarf gekk." Mikil áhersla var lögð á fjölbreytni í náminu. Meðal námskeiða sem í því fólust má nefna fötlunarfræði, siðfræði í starfi með fötluðum, upplýsingatækni og miðlun og framsögn og leikræna tjáningu. Guðrún segir námið hafa vakið mikla athygli. „Eftirspurnin er mikil og við höfum fengið góð viðbrögð, meðal annars frá hinum Norðurlöndunum. Vandamálið hefur verið að þroskahömluðum hefur staðið lítið sem ekkert til boða eftir nám í framhaldsskóla. Spurningin hefur alltaf verið „getur þetta fólk stundað háskólanám?" Þessir nemendur hafa svo sannarlega svarað þeirri spurningu játandi," segir Guðrún. Við útskriftina á laugardag var tilkynnt að nýr hópur yrði tekinn inn í námið í haust. „Það eru frábærar fréttir. Það þýðir að þetta er ekki lengur tilraunaverkefni og ég ber þá von í brjósti að fleiri deildir innan skólans fari að huga að slíku námi," segir Guðrún V. Stefánsdóttir.kjartan@frettabladid.is Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Þetta hefur verið alveg ómetanlegur tími og mjög lærdómsríkur fyrir alla sem að þessu námi komu, nemendur jafnt sem starfsfólk. Ég er viss um að námið hefur gegnt sínu hlutverki í því að breyta viðhorfum hjá ansi mörgum," segir Guðrún V. Stefánsdóttir, lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands (HÍ). Síðastliðinn laugardag útskrifuðust 22 nemendur úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun úr HÍ. Guðrún hafði umsjón með skipulagi og þróun námsins ásamt Vilborgu Jóhannsdóttur, samlektor sínum. Að sögn Guðrúnar er námið, sem hófst haustið 2007 sem tilraunanámsleið á þroskaþjálfabraut, í raun einstakt á heimsvísu. „Ég veit um háskóla í Bandaríkjunum og á Írlandi sem hafa boðið upp á nám fyrir þroskahamlaða, en þar hefur verið um að ræða mun meiri skiptingu milli þroskahamlaðra og annarra nema. Í diplómanáminu okkar hefur verið lögð mikil áhersla á að nemendurnir stundi námskeið með öðrum nemendum. Í því augnamiði var þróað stuðningskerfi, svokallað mentorakerfi, þar sem samnemendur veittu diplómanemendunum stuðning ef svo bar undir. Eitt af því ánægjulegasta var að sjá hversu vel þetta samstarf gekk." Mikil áhersla var lögð á fjölbreytni í náminu. Meðal námskeiða sem í því fólust má nefna fötlunarfræði, siðfræði í starfi með fötluðum, upplýsingatækni og miðlun og framsögn og leikræna tjáningu. Guðrún segir námið hafa vakið mikla athygli. „Eftirspurnin er mikil og við höfum fengið góð viðbrögð, meðal annars frá hinum Norðurlöndunum. Vandamálið hefur verið að þroskahömluðum hefur staðið lítið sem ekkert til boða eftir nám í framhaldsskóla. Spurningin hefur alltaf verið „getur þetta fólk stundað háskólanám?" Þessir nemendur hafa svo sannarlega svarað þeirri spurningu játandi," segir Guðrún. Við útskriftina á laugardag var tilkynnt að nýr hópur yrði tekinn inn í námið í haust. „Það eru frábærar fréttir. Það þýðir að þetta er ekki lengur tilraunaverkefni og ég ber þá von í brjósti að fleiri deildir innan skólans fari að huga að slíku námi," segir Guðrún V. Stefánsdóttir.kjartan@frettabladid.is
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira