Einstakt nám á heimsvísu 24. júní 2009 03:00 22 nemenda hópur útskrifaðist úr diplómanáminu Námstíminn var ómetanlegur tími og lærdómsríkur fyrir alla sem að því komu, nemendur sem og starfsfólk, segir Guðrún V. Stefánsdóttir, lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.mynd/Kristinn ingvarsson „Þetta hefur verið alveg ómetanlegur tími og mjög lærdómsríkur fyrir alla sem að þessu námi komu, nemendur jafnt sem starfsfólk. Ég er viss um að námið hefur gegnt sínu hlutverki í því að breyta viðhorfum hjá ansi mörgum," segir Guðrún V. Stefánsdóttir, lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands (HÍ). Síðastliðinn laugardag útskrifuðust 22 nemendur úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun úr HÍ. Guðrún hafði umsjón með skipulagi og þróun námsins ásamt Vilborgu Jóhannsdóttur, samlektor sínum. Að sögn Guðrúnar er námið, sem hófst haustið 2007 sem tilraunanámsleið á þroskaþjálfabraut, í raun einstakt á heimsvísu. „Ég veit um háskóla í Bandaríkjunum og á Írlandi sem hafa boðið upp á nám fyrir þroskahamlaða, en þar hefur verið um að ræða mun meiri skiptingu milli þroskahamlaðra og annarra nema. Í diplómanáminu okkar hefur verið lögð mikil áhersla á að nemendurnir stundi námskeið með öðrum nemendum. Í því augnamiði var þróað stuðningskerfi, svokallað mentorakerfi, þar sem samnemendur veittu diplómanemendunum stuðning ef svo bar undir. Eitt af því ánægjulegasta var að sjá hversu vel þetta samstarf gekk." Mikil áhersla var lögð á fjölbreytni í náminu. Meðal námskeiða sem í því fólust má nefna fötlunarfræði, siðfræði í starfi með fötluðum, upplýsingatækni og miðlun og framsögn og leikræna tjáningu. Guðrún segir námið hafa vakið mikla athygli. „Eftirspurnin er mikil og við höfum fengið góð viðbrögð, meðal annars frá hinum Norðurlöndunum. Vandamálið hefur verið að þroskahömluðum hefur staðið lítið sem ekkert til boða eftir nám í framhaldsskóla. Spurningin hefur alltaf verið „getur þetta fólk stundað háskólanám?" Þessir nemendur hafa svo sannarlega svarað þeirri spurningu játandi," segir Guðrún. Við útskriftina á laugardag var tilkynnt að nýr hópur yrði tekinn inn í námið í haust. „Það eru frábærar fréttir. Það þýðir að þetta er ekki lengur tilraunaverkefni og ég ber þá von í brjósti að fleiri deildir innan skólans fari að huga að slíku námi," segir Guðrún V. Stefánsdóttir.kjartan@frettabladid.is Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira
„Þetta hefur verið alveg ómetanlegur tími og mjög lærdómsríkur fyrir alla sem að þessu námi komu, nemendur jafnt sem starfsfólk. Ég er viss um að námið hefur gegnt sínu hlutverki í því að breyta viðhorfum hjá ansi mörgum," segir Guðrún V. Stefánsdóttir, lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands (HÍ). Síðastliðinn laugardag útskrifuðust 22 nemendur úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun úr HÍ. Guðrún hafði umsjón með skipulagi og þróun námsins ásamt Vilborgu Jóhannsdóttur, samlektor sínum. Að sögn Guðrúnar er námið, sem hófst haustið 2007 sem tilraunanámsleið á þroskaþjálfabraut, í raun einstakt á heimsvísu. „Ég veit um háskóla í Bandaríkjunum og á Írlandi sem hafa boðið upp á nám fyrir þroskahamlaða, en þar hefur verið um að ræða mun meiri skiptingu milli þroskahamlaðra og annarra nema. Í diplómanáminu okkar hefur verið lögð mikil áhersla á að nemendurnir stundi námskeið með öðrum nemendum. Í því augnamiði var þróað stuðningskerfi, svokallað mentorakerfi, þar sem samnemendur veittu diplómanemendunum stuðning ef svo bar undir. Eitt af því ánægjulegasta var að sjá hversu vel þetta samstarf gekk." Mikil áhersla var lögð á fjölbreytni í náminu. Meðal námskeiða sem í því fólust má nefna fötlunarfræði, siðfræði í starfi með fötluðum, upplýsingatækni og miðlun og framsögn og leikræna tjáningu. Guðrún segir námið hafa vakið mikla athygli. „Eftirspurnin er mikil og við höfum fengið góð viðbrögð, meðal annars frá hinum Norðurlöndunum. Vandamálið hefur verið að þroskahömluðum hefur staðið lítið sem ekkert til boða eftir nám í framhaldsskóla. Spurningin hefur alltaf verið „getur þetta fólk stundað háskólanám?" Þessir nemendur hafa svo sannarlega svarað þeirri spurningu játandi," segir Guðrún. Við útskriftina á laugardag var tilkynnt að nýr hópur yrði tekinn inn í námið í haust. „Það eru frábærar fréttir. Það þýðir að þetta er ekki lengur tilraunaverkefni og ég ber þá von í brjósti að fleiri deildir innan skólans fari að huga að slíku námi," segir Guðrún V. Stefánsdóttir.kjartan@frettabladid.is
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira