Gríðarleg verðmæti í húfi 3. september 2009 06:45 Vill kaupa samninginn Bubbi óttast um verðmætin sem liggja inni í hugverkasjóði Íslands. Hann vill kaupa sinn hlut aftur. Meðal annarra sem sömdu við sjóðinn eru Jón Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon. Stoðir Invest eiga sjóðinn en hann er eina eign félagsins að sögn Egils Þorvarðarsonar hjá Lögmönnum Höfðabakka. „Ég veit ekkert um samninginn né hvar hann er. Ef ég ætti peninga myndi ég vilja kaupa hann aftur," segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sem ásamt fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum gerði samning við Hugverkasjóð Íslands árið 2006. Samningurinn fól í sér að sjóðurinn greiddi Bubba og fleiri tónlistarmönnum eingreiðslu, gegn því að höfundarréttargjöld þeirra næstu ár rynnu í sjóðinn. Baugur Group lagði 160 milljónir króna í sjóðinn, sem er í eigu Á bleiku skýi ehf. - dótturfélags Baugs. „Ég er búinn að athuga möguleika mína á að kaupa samninginn aftur, því mér er ekki sama hvert hann fer - þannig séð," segir Bubbi. „Þetta eru gríðarleg verðmæti. Ég veit ekki hvort einhver ríkisbankinn, sem er að hirða úr fólki blóð og taugar, sé tilbúinn að lána pening til að kaupa þetta." Hugverkasjóður Íslands rann undir félagið Stoðir Invest ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum Baugs í apríl á síðasta ári. Lögfræðingurinn Egill Þorvarðarson, hjá Lögmönnum Höfðabakka, segir að Stoðir Invest sé í eigu sömu aðila og áður og að hugverkasjóðurinn sé eina eign félagsins. „Ég held að það sé ekki útséð hvert hugverkasjóðurinn fer eða í hvers eigu hann verður," segir Egill. Samkvæmt Agli á fjárfestingarbankinn Straumur veð í Stoðum Invest. Það er því líklegt að sjóðurinn renni til Straums. Óvíst er hvað verður um sjóðinn hjá bankanum, en Fjármálaeftirlitið tók rekstur hans yfir í apríl á þessu ári. Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson segir að honum sé ekki sama við hvað hann sé tengdur. „Ég myndi helst vilja að sjóðurinn væri hjá ábyrgum aðilum - í öruggum höndum." Jón ítrekar að Baugur hafi staðið faglega að sjóðnum og efast ekki um að tilgangurinn hafi verið að styðja við bakið á íslensku tónlistarfólki. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að tónlistarmennirnir myndu hópa sig saman og losa sjóðinn úr íslensku útrásinni segir Jón að málið sé ekki það stórt fyrir sér. „Ég myndi ekki leggja á mig mikla vinnu til að gera það. Ég vil bara sjá sjóðinn á öruggum stað, þar sem menn fara eftir lögum og reglum, og maður þarf ekki að hafa áhyggjur að honum." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
„Ég veit ekkert um samninginn né hvar hann er. Ef ég ætti peninga myndi ég vilja kaupa hann aftur," segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sem ásamt fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum gerði samning við Hugverkasjóð Íslands árið 2006. Samningurinn fól í sér að sjóðurinn greiddi Bubba og fleiri tónlistarmönnum eingreiðslu, gegn því að höfundarréttargjöld þeirra næstu ár rynnu í sjóðinn. Baugur Group lagði 160 milljónir króna í sjóðinn, sem er í eigu Á bleiku skýi ehf. - dótturfélags Baugs. „Ég er búinn að athuga möguleika mína á að kaupa samninginn aftur, því mér er ekki sama hvert hann fer - þannig séð," segir Bubbi. „Þetta eru gríðarleg verðmæti. Ég veit ekki hvort einhver ríkisbankinn, sem er að hirða úr fólki blóð og taugar, sé tilbúinn að lána pening til að kaupa þetta." Hugverkasjóður Íslands rann undir félagið Stoðir Invest ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum Baugs í apríl á síðasta ári. Lögfræðingurinn Egill Þorvarðarson, hjá Lögmönnum Höfðabakka, segir að Stoðir Invest sé í eigu sömu aðila og áður og að hugverkasjóðurinn sé eina eign félagsins. „Ég held að það sé ekki útséð hvert hugverkasjóðurinn fer eða í hvers eigu hann verður," segir Egill. Samkvæmt Agli á fjárfestingarbankinn Straumur veð í Stoðum Invest. Það er því líklegt að sjóðurinn renni til Straums. Óvíst er hvað verður um sjóðinn hjá bankanum, en Fjármálaeftirlitið tók rekstur hans yfir í apríl á þessu ári. Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson segir að honum sé ekki sama við hvað hann sé tengdur. „Ég myndi helst vilja að sjóðurinn væri hjá ábyrgum aðilum - í öruggum höndum." Jón ítrekar að Baugur hafi staðið faglega að sjóðnum og efast ekki um að tilgangurinn hafi verið að styðja við bakið á íslensku tónlistarfólki. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að tónlistarmennirnir myndu hópa sig saman og losa sjóðinn úr íslensku útrásinni segir Jón að málið sé ekki það stórt fyrir sér. „Ég myndi ekki leggja á mig mikla vinnu til að gera það. Ég vil bara sjá sjóðinn á öruggum stað, þar sem menn fara eftir lögum og reglum, og maður þarf ekki að hafa áhyggjur að honum." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira