Lífið

Enn veitt úr Prologus

Leiklist
Ólafía Hrönn vinnur að verki um ást og hrærivélar með fleirum.
Leiklist Ólafía Hrönn vinnur að verki um ást og hrærivélar með fleirum.

Þriðja úthlutun úr Prologus, leikritunarsjóði við Þjóðleikhúsið, fór fram í síðustu viku. Alls bárust 53 umsóknir frá 44 aðilum um styrk til að þróa leikhandrit og vinna að leiksmiðjuverkefnum. Ákveðið var að veita tvo styrki til þróunar leikhandrita og tvo styrki vegna leiksmiðjuverkefna. Að auki hlaut eitt leiksmiðjuverkefni framhaldsstyrk.

Styrkhafar að þessu sinnu eru Jón Atli Jónasson fyrir verkefnið Útlendingabók og Hjálmar Hjálmarsson fyrir verkefnið Útlaga. Þrjú leiksmiðjuverkefni fengu styrk:

Verði þér að góðu! sem Ég og vinir mínir/Álfrún Helga Örnólfsdóttir standa fyrir í framhaldi af vinnu sinni við Húmanimal, Shake me/Hristu mig sem Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan/Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir vinna að og Af ástum manns og hrærivélar sem Ilmur Stefánsdóttir, Kristján Ingimarsson, Valur Freyr Einarsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir eru með í undirbúningi.

- pbb
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.