Erlent

Minnst tíu látist í flóðum í Tékklandi

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Minnst tíu hafa farist í miklum flóðum í Tékklandi. Þar hefur verið úrhellisrigning síðustu daga. Jan Fischer, forsætisráðherra landsins, segir að fimm hafi drukknað og fimm látist af völdum hjartáfalls eða meiðsla vegna þess að björgunarmenn hafi ekki náð til fólksins í tæka tíð. Mörg hundruð íbúar á flóða svæðunum hafa verið fluttir burt frá heimilinum sínum og þúsund hermenn sendir til að aðstoða við fólksflutninga.

Úrhelli hefur einnig valdið flóðum hjá nágrönnunum í Austurríki. Ekki er vitað að nokkur hafi farist þar. Fjölmörgum ómetanlegum listaverkum hefur verið bjargað úr kjallara á Albertin-safninu í höfuðborginni Vín en þangað hefur flætt. Veðurfræðingar spá því að það stytti upp á svæðinu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×