Lífið

Óttast að líki Jacksons verði stolið

Óttast er að líki Jacksons verði stolið.
Óttast er að líki Jacksons verði stolið.
Lík Michael Jackson hefur verið flutt úr grafhvelfingunni sem það var geymt í af ótta við að trylltir aðdáendur steli líki goðsins.

Lík Jacksons var flutt í einkagrafhvelfingu sem er í eigu stofnanda Motown plötufyrirtækisins, Berry Gordy, að lokinni minningarathöfn í síðustu viku. Þúsundir aðdáenda Jacksons hafa flykkst að grafhvelfingunni síðan staðsetning hennar lak út um síðustu helgi.

Jackson fjölskyldan hefur nú flutt líkkistuna í kjallara byggingar í Forest Lawn kirkjugarðinum eftir að fjöldi hótanna um að stela líki Jacksons hafði borist símleiðis.

Systir Michaels, LaToyja, fékk víst að ráða klæðum konungsins þegar hann var borinn til grafar. Mun hann hafa verið klæddur í svartar buxur, með stórt gullbelti og með svarta hanska. Hvíti hanskinn, einkennismerki Jackson, mun einnig hafa verið ofan í kistunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.