Innlent

Vonar að sumarþingi ljúki í næstu viku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásta Ragnheiður, forseti Alþingis, í þinginu.
Ásta Ragnheiður, forseti Alþingis, í þinginu.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, vonast til þess að hægt verði að ljúka sumarþingi undir lok næstu viku. Enn eru nokkur mál sem eftir á að afgreiða og er Icesave samkomulagið líklegast þeirra stærst.

„Það verða nefndarfundir á morgun og á mánudaginn í ljósi þess að dagurinn í dag, sem átti að vera nefndardagur, fór hálfur og rúmlega það fyrir lítið, segir Ásta Ragnheiður. Hún segir að þingfundur verði svo á venjulegum fundartíma þriðjudaginn. „Þá verður rætt um Icesave eða önnur mál. Það fer bara eftir því hvernig mönnum gengur í nefndarvinnunni," segir Ásta Ragnheiður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×