Erlent

Koma af stað nýju Kóreustríði

Leiðtogar kóreuríkja Roh Moo-hyun og Kim Jong Il, leiðtogar Kóreuríkjanna tveggja, hittust á fundi árið 2007. Kim Jong Il og stjórn hans hafa sakað Bandaríkjamenn um að efna til annars Kóreustríðs.  fréttablaðið/ap
Leiðtogar kóreuríkja Roh Moo-hyun og Kim Jong Il, leiðtogar Kóreuríkjanna tveggja, hittust á fundi árið 2007. Kim Jong Il og stjórn hans hafa sakað Bandaríkjamenn um að efna til annars Kóreustríðs. fréttablaðið/ap

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sakað stjórnvöld í Bandaríkjunum um að reyna að koma af stað nýju Kóreustríði. Norður-Kórumenn undirbjuggu í gær heræfingar á austurströnd landsins.

Bandaríkin og ríki nálægt N-Kóreu fylgjast nú grannt með merkjum um eldflaugaskot.

Bann hefur verið sett við siglingum frá og með deginum í dag og til 10. júlí. Skip frá Norður-Kóreu siglir nú við strendur Kína og bandarískt skip veitir því eftirför. Talið er að skipið sé á leið til Myanmar og gæti verið að flytja ólögleg vopn.

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sagt að ef gripið verður inn í ferðir skipsins verði litið á það sem stríðsyfirlýsingu.

„Ef bandarísku heimsvaldasinnarnir hefja annað stríð munu herir og almenningur í Kóreu þurrka út árásarmenn heimsins í eitt skipti fyrir öll," sagði í yfirlýsingu.

Í dag eru 59 ár liðin frá því að Kóreustríðið braust út. Það stóð í þrjú ár og endaði með vopnahléi. Mikil spenna hefur verið milli Kóreuríkjanna tveggja æ síðan.

Um 28.500 bandarískir hermenn eru staðsettir í Suður-Kóreu. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×