Innlent

Ekki tilefni til kosninga verði tekin ákvörðun um ESB aðildarviðræður

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segist ekki sjá ástæðu til þess að fara í kosningar í vor, verði tekin ákvörðun um það fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið á vormánuðum. Þetta sagði Ingibjörg í Kastljósi nú í kvöld.

Ingibjörg benti á að ef stjórnvöld tækju ákvörðun um að sækja um aðild að Evrópusambandinu yrði að rjúfa þing og boða til kosninga. Hún sagði jafnframt að kosið hefði verið til þings fyrir 18 mánuðum síðan og mynduð ríkisstjórn. Sú stjórn væri að vinna að því að byggja upp eftir kerfishrunið sem hefði orðið.

„Ég treysti Árna Mathiesen til allra góðra verka," sagði Ingibjörg Sólrún þegar að hún var spurð að því hvort að hún gæti treyst Árna Mathiesen í ljósi þess að Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að annmarkar hefðu verið á skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×