Innlent

Meirihluti styður einhliða upptöku gjaldmiðils í stað krónu

Fyrir hópnum sem lét framkvæma könnunina fer Birgir Tjörvi Pétursson.
Fyrir hópnum sem lét framkvæma könnunina fer Birgir Tjörvi Pétursson.

Meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi einhliða upptöku alþjóðlegs gjaldmiðils í stað krónu. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir áhugamenn um stjórn peningamála. 56,4% sögðust hlynntir einhliða upptöku alþjóðlegrar myntar, 21,6% andvígir en 22% sögðu hvorki né.

Spurt var þriggja spurninga. Hvor viðkomandi væri hlynntur eða andvígur því að tekin verði einhliða upp alþjóðleg mynt á Íslandi í stað krónunnar, hvenær viðkomandi vilji að myntin verði tekin einhliða upp og í þriðja lagi hvaða mynt viðkomandi vilji í stað krónunnar.

68,9% þeirra sem vilja taka upp aðra mynt í stað krónu sögðust vilja að það yrði gert á næstu 6 mánuðum. Sé þeim bætt við sem vilja breytinguna á næstu 7-12 mánuðum kemur í ljós að 85,3% þeirra sem vilja gjaldmiðilsbreytingu vilja að hún verði innan 12 mánaða.

Langflestir eða 70,3% vilja að tekin verði upp evra sem gjaldmiðill. Þar á eftir kemur dollari og því næst norska krónan.

Fyrir hópnum sem lét framkvæma könnunina fer Birgir Tjörvi Pétursson lögfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×