Lífið

Paris Hilton gerir lítið úr kynlífsreynslu sinni

Paris Hilton hótelerfingi.
Paris Hilton hótelerfingi.

Glaðlyndi hótelerfinginn Paris Hilton reynir hvað hún getur til þess að gera lítið úr bólförum sínum í fortíðinni, ef marka má frétt breska slúðurblaðsins The Sun. Þar er haft eftir henna að hún hafi einungis sængað hjá fáeinum mönnum. Hilton er ein af nafntoguðustu djammdrottningum í Hollywood og sést sjaldnast opinberlega án þess að vera með karlmann upp á arminn.

Hún hefur verið trúlofuð Jason Shaw og Paris Latsis, sem er erfingi skipaveldis. Hún átti líka vingott við Backstreet Boy stjörnuna Nick Carter, kvikmyndaframleiðandann Rick Salomon og gríska skipaerfingjann Stavros Niarchos III. Hilton lauk svo níu mánaða sambandi með Benji Madden í nóvember.

En þokkafulla ljóskan fullyrðir að hún hafi einungis sængað með örfáum mönnum eða "couple of guys" eins og hún á víst að hafa orðað það. Einn hinna örfáu hlýtur að vera áðurnefndur Rick Salomon. Heimagert myndskeið sem þau gerðu af svefnherbergisæfingum sínum lak á netið fyrir nokkrum árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.