Innlent

Fordæmir innrás Ísraelshers

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður, er formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður, er formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar.

Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar fordæmir innrás Ísraelshers á Gazasvæðið. Í ályktun stjórnarinnar segir að loftárásir og innrás hersins bitni helst á íbúum svæðisins sem þegar búa við kröpp kjör. Ekkert réttlæti ofbeldi gegn saklausum borgurum.

,,Viðvarandi skortur á mat, vatni, rafmagni, lyfjum og öðrum nauðsynjum hefur verið á svæðinu svo mánuðum skiptir. Sjúkrahús eru illa í stakk búin til að sinna sjúkum og særðum. Stöðugar árásir Ísraelshers og bardagar við palestínska skæruliða gera hjálparsamtökum það nánast ómögulegt að koma hjálpargögnum til íbúa Gaza," segir í ályktuninni.

Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar tekur undir með Friðarráði ísraelskra og palestínskra kvenna og krefst þess að árásum Íraelshers á Gaza verði hætt án tafar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×