Lífið

Þeir fyrstu í fjögur ár

JJ Soul band Hljómsveitin JJ Soul Band spilar í fyrsta sinn í fjögur ár á Akureyri í kvöld.
JJ Soul band Hljómsveitin JJ Soul Band spilar í fyrsta sinn í fjögur ár á Akureyri í kvöld.

Hljómsveitin JJ Soul Band heldur sína fyrstu tónleika hérlendis í fjögur ár þegar hún stígur á svið á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Síðast spilaði hún opinberlega á Íslandi á Listahátíð Seltjarnarness árið 2005 og þar áður á Listasumri Akureyrar og Jazzhátíð Austurlands árið 2002.

Tónleikar á Blúshátíð á Ólafsfirði eru einnig fyrirhugaðir á laugardaginn og á Café Rosenberg daginn eftir.

Hljómsveitin ætlar meðal annars að spila lög af sinni nýjustu plötu, Bright Lights, sem kom út í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.