Íslenski boltinn

Magnús Páll til Þýskalands

Elvar Geir Magnússon skrifar
Magnús Páll í leik með Breiðabliki.
Magnús Páll í leik með Breiðabliki.

Magnús Páll Gunnarsson, sóknarmaður Breiðabliks, hefur bæst í hóp þeirra leikmanna sem hafa ákveðið að kveðja landið og halda út. Hann hefur skrifað undir fimm mánaða samning við þýska 3. deildarliðið Wuppertaler.

Magnús Páll segir í samtali við vefsíðuna Fótbolti.net að hann vonast til að fá lengri samning ef vel gengur. Hann fékk bronsskóinn eins og frægt er árið 2007 en síðasta sumar átti hann ekki fast sæti í liði Blika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×