Innlent

Frystingu á eignum Landsbankans í London aflétt á mánudag

Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar
Landsbankinn í London.
Landsbankinn í London.
Nú hefur verið staðfest að frystingu á eignum Landsbankans í Lundúnum verður aflétt á mánudaginn 15. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu breska fjármálaráðuneytisins. Þar segir að frystingunni sé afleitt vegna Icesave samkomulagsins svokallaða sem íslensk stjórnvöld gerðu á dögunum við bresk og hollensk stjórnvöld.

Í tilkynningunni segir að í kjölfar þeirrar farsælu niðurstöðu sem komist var að í viðræðum við íslensk stjórnvöld og þær áætlanir íslensku ríkisstjórnarinnar að virða sínar skyldur gagnvart breskum innistæðueigendum muni frystingunni verða aflétt þann 15. júní. Tillaga þess efnis hafi verið lögð fyrir breska þingið þann 10. júní og hún samþykkt.

Þá segir jafnframt að allir sjóðir Landsbankans verði nú opnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×