Innlent

Hraðfiskibátur fékk á sig brotsjó

Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki.

Yfirbyggður hraðfiskibátur fékk á sig ólag eða brotsjó þegar hann var á leið fyrir Tjörnes í átt til Húsavíkur í nótt. Mjög mikill halli kom á bátinn, en hann náði að rétta sig við og er kominn til Húsavíkur.

Fjórir menn voru um borð og sakaði þá ekki. Talið er að báturinn sé óskemmdur. Annars er víðasthvar gott sjóveður og hafa skip og bátar streymt á miðin í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×