Lífið

Grínkvöld í fyrsta sinn

rökkvi vésteinsson
rökkvi vésteinsson

Fyrsta grínkvöldið af mörgum verður haldið í „Komedí kjallaranum" á Kaffi Cultura klukkan 21 í kvöld. Rökkvi Vésteinsson verður með uppistand og sigurlið síðustu Leiktu betur-keppni úr MR verður með spunagrín.

Til stendur að gera þessi kvöld að föstum lið enda hefur lengi vantað regluleg grínkvöld hér á landi eins og þekkt er erlendis. Ekki verður bara boðið upp á uppistand á Kaffi Cultura heldur einnig spunaleiklist þar sem áhorfendur geta tekið þátt í gríninu, tónlistaratriði og ýmislegt fleira. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.