Erlent

Segir Brown ekki þurfa að afsaka tölvupósta fyrrum ráðgjafa

Gordon Brown og Alan Johnson
Gordon Brown og Alan Johnson
Gordon Brown þarf ekki að biðjast afsökunar á tölvupóstsendingum Damian McBride fyrrum ráðgjafa síns að mati Alan Johnson heilbrigðisráðherra landsins. Hann segir menn eiga að biðjast afsökunar á því sem þeir beri ábyrgð á og þetta hafi ekkert með Gordon Brown að gera.

Málið hefur vakið nokkra athygli í Bretlandi en McBride starfaði sem ráðgjafi Browns í forsætisráðuneytinu. Hann sendi tölvupósta úr vinnunetfangi sínu þar sem hann lagði til leiðir til að ræja Íhaldsflokkinn og leiðtoga hans. Póstarnir höfnuðu á röngum stað og voru í framhaldinu birtir á internetinu. McBride sagði í kjölfarið af sér þegar upp komst um málið.

Krafan um að Brown biðjist persónulega afsökunar á póstunum hefur verið nokkuð hávær en heilbrigðisráðherrann segir í dag að sér finnist Brown ekki bera neina ábyrgð í málinu.

Johnson segir að sér þyki leitt að aðferðir sem þessar hafi verið raktar til flokks síns en hann er í Verkamannaflokknum eins og Brown. Hann segir hinsvegar að sá sem beri ábyrgð hafi þegar sagt af sér og málinu sé því lokið.

David Cameron leiðtogi Íhaldsflokksins hefur sjálfur farið fram á persónulega afsökunarbeiðni frá Brown.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×