Lífið

Clooney orðaður við Jack Ryan

George Clooney hefur lýst yfir áhuga sínum á að leika Jack Ryan, eina þekktustu persónu Tom Clancy.
George Clooney hefur lýst yfir áhuga sínum á að leika Jack Ryan, eina þekktustu persónu Tom Clancy.

Samkvæmt vef kvikmyndatímaritsins Empire er George Clooney sagður vera áhugasamur um að taka að sér hlutverk leyniþjónustumannsins Jack Ryan. Ryan þessi er þekktasta persóna bandaríska rithöfundarins Tom Clancy og hefur svo sem áður birst á hvíta tjaldinu í líki Alecs Baldwin, Harrisons Ford og nú síðast Bens Affleck í Sum of All Fears.

Clooney hefur komið áhuga sínum á framfæri við Paramount-kvikmyndaverið en kvikmynda-áhugamenn hafa verið nokkuð undrandi á því af hverju ekki hafi verið gerðar fleiri kvikmyndir um Ryan í ljósi vinsælda fyrirrennaranna. Þá skrifar blaðamaður Empire að Paramount-menn ættu að hysja upp um sig buxurnar, fá mann til að skrifa handritið og hefjast handa sem fyrst með Clooney innanborðs enda sé hann tilvalinn í hlutverkið.

Paramount ku þó hafa verið á höttunum eftir yngri leikara til að reyna sig við Ryan en sú leit hefur engan árangur borið. Aðkoma Clooney gæti reynst gulls ígildi enda hefur leikarinn sýnt og sannað að hann er nokkuð örugg fjárfesting þegar kemur að því að telja krónurnar í kassanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.