Fótbolti

Sevilla vann Athletic Bilbao

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Acosta fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Acosta fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP
Einn leikur fór fram í spænsku bikarkeppninni í kvöld. Sevilla vann 2-1 sigur á Athletic Bilbao á heimavelli en þetta var fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar.

Það var Lautaro Acosta sem skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma en gestirnir komust yfir í leiknum með marki Fernando Llorente undir lok fyrri hálfleiks. Aldo Duscher jafnaði svo metin í þeim síðari.

Freddy Kanoute brenndi svo af vítaspyrnu á 84. mínútu leiksins en Acosta náði að tryggja Sevilla heimasigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×