Innlent

Græða með símaskrám

Grænu blöndunni dreift yfir moldarflag við Flugvallarveg.
Grænu blöndunni dreift yfir moldarflag við Flugvallarveg.

Við Flugvallarveg í Reykjavík er nýhafin tilraun til uppgræðslu með gömlum símaskrám. Það eru fyrirtækin Já, sem gefur út Símaskrána, Flögur og Sáning sem standa saman að tilrauninni.

Tilraunin fer þannig fram að blandað er saman grasfræi, áburði og tættum blöðum úr Símaskránni. Þessu er hrært út í vatn í sérbúinni sáningarvél, sem síðan er notuð til að sprauta blöndunni á jörðina.

Móttökugámar fyrir eldri símaskrár eru á bensínstöðvum Skeljungs og Olís á höfuðborgarsvæðinu og hjá Símanum við Ármúla. Á landsbyggðinni er tekið við eldri skrám á öllum afgreiðslustöðum Póstsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×