Innlent

Fjórir mánuðir fyrir þjófnað

Konan stal snyrtivörum úr Lyfju.
Konan stal snyrtivörum úr Lyfju.

Kona á fertugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað.

Hún stal ýmsum varningi úr Bónus að verðmæti á nítjánda þúsund krónur. Úr Lyfju stal hún snyrtivörum fyrir rúmlega þrjú þúsund krónur.

Konunni hefur í nokkur skipti verið gerð refsing vegna umferðarlagabrota og fíkniefnabrota. Í október var hún dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir þjófnað og fleiri brot. Hún rauf nú skilorð vegna þess dóms. Skilorðshlutinn var tekinn upp og dæmdur aftur með brotunum nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×