Innlent

Gekk sex sinnum upp á Esjuna í dag - líklega íslandsmet

Svanberg Halldórsson.
Svanberg Halldórsson.
Svanberg Halldórsson tuttugu og sjö ára gamall Reykvíkingur gekk sex sinnum upp á Esjuna í dag en hann byrjaði klukkan sex í morgun. Göngunni lauk í kvöld. Gangan er tæpir 43 km en hún er liður í undirbúningi fyrir hinn svokallaða Glerárdalshring. Svanberg gekk til styrktar krabbameinssjúkum börnum.

Á heimasíðu Svanbergs, 24tindar.com, er hægt að sjá allt um markmið hans og þar er fjallað um Maraþonið sem hann fór í dag.

„Eldsnemma að morgni 13.Júní er planið að leggja af stað í fyrstu ferðina. Til þess að ganga heilt Maraþon þurfum við að fara u.þ.b. 6x sinnum upp Esjuna (alveg upp á topp). Þessi þrekraun verður aðal-undirbúningur okkar fyrir Glerárdalshringinn (24 tindar, 24x24), sem við göngum þann 11.Júlí næstkomandi," segir á síðunni.

„Þetta er heljarinnar ganga og ég er búinn að fylgjast með þessu í allan dag," sagði Halldór Svanbergsson faðir Svanbergst þegar Vísir náði af honum tali. Hann sagði soninn hafa verið að leggja af stað síðasta spölinn og var meira en lítið stoltur af stráknum.

Aðspurður hvort um Íslandsmet sé að ræða segir Halldór: „Það held ég að hljóti að vera."

Söfnunarreikningurinn fyrir Krabbameinssjúk börn er:

323-13-169700








Fleiri fréttir

Sjá meira


×