Innlent

Seðlabankastjóri skammar forsætisráðherra

Eiríkur er fyrir miðju.
Eiríkur er fyrir miðju.

Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, skammar Jóhönnu Sigurðardóttir, forsætisráðherra í bréfi sem hann sendi henni í dag.

Í bréfinu lýsir Eiríkur furðu sinni á vinnubrögðum og yfirlýsingum i sambandi við stjórnskipulagsbreytingar á Seðlabankanum. Í stað þess að sinna brýnum verkefnum í peningamálum og gjaldeyrismálum hafi miklum tíma verið eytt í óþarfa síðustu vikur að hans mati.

,,Haft var eftir yður að skipulagsbreyting sú sem felst í Seðlabankafrumvarpinu sé ,,undirstaðan undir ýmislegt sem að við erum að glíma við i efnahagsmálunum"," segir Eiríkur og bætir við að það sé furðuleg yfirlýsing í ljósi þeirra tafa sem orðið hafa að undanförnu.

Eiríkur segir að frestur sem viðskiptanefnd Alþingis veitti Seðlabankanum til að vinna umsögn um frumvarpið hafi verið óeðlilega skammur. Sömuleiðis hafi það valdið töfum að lykilmönnum hafi verið vikið til hliðar og nefnir Ingimund Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóra, í því samhengi.

,,Það er gríðarlega mikilvægt að tóm gefist til að sinna brýnum verkefnum í stað þess dreifa athyglinni eins og gert hefur verið með óvönduðum vinnubrögðum varðandi skipulag Seðlabankans og óviðeigandi yfirlýsingum í tengslum við það," segir Eiríkur.










Tengdar fréttir

Seðlabankinn á dagskrá Alþingis en ekki í viðskiptanefnd

Þriðja og síðasta umræðan um seðlabankafrumvarpið á að fara fram á Alþingi í dag. Þrátt fyrir það er frumvarpið ekki á dagskrá fundar viðskiptanefndar sem hófst klukkan hálf níu. ,,Þetta mál er ekki á dagskrá viðskiptanefndar," segir Álfheiður Ingadóttir formaður nefndarinnar. Hún útilokar þó ekki að einhver nefndarmanna taki málið upp undir liðnum önnur mál.

Vonast til að seðlabankafrumvarp komist á dagskrá í dag

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagðist í gærkvöldi vonast til þess að seðlabankafrumvarpið komist á dagskrá Alþingis í dag, eftir að þinghald fór út um þúfur í gær þegar ljóst varð að frumvarpið sæti fast í viðskiptanefnd.

Mikil óvissa um seðlabankafrumvarpið

Mikil óvissa ríkir um það hvort seðlabankafrumvarp forsætisráðherra fer í þriðju og síðustu umræðu á Alþingi í dag. Málið er komið á dagskrá Alþingis en situr engu að síður fast í viðskiptanefnd.

Seðlabankafrumvarpið tekið af dagskrá

Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, tilkynnti í upphafi þingfundar í dag að seðlabankafrumvarpið hafi verið tekið út af dagskrá en upphafleg dagskrá gerði fyrir að málið til umræðu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×