Erlent

Fórnarlömb jarðskjálftanna halda páskana hátíðlega

Þúsundir fórnarlamba jarðskjálftanna í ítölsku borginnni L'Aquila halda í dag páskana hátíðlega í skugga hörmunga síðustu viku. Þar á meðal var Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins.
Þúsundir fórnarlamba jarðskjálftanna í ítölsku borginnni L'Aquila halda í dag páskana hátíðlega í skugga hörmunga síðustu viku. Þar á meðal var Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins. MYND/AP
Þúsundir fórnarlamba jarðskjálftanna í ítölsku borginnni L'Aquila halda í dag páskana hátíðlega í skugga hörmunga síðustu viku. Þar á meðal var Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins.

Fjörtíu þúsund manns minnstu heimili sín í skjálftanum en hátt í helmingur þeirra hefst við í tjaldbúðum í Abruzzo-hérðaði þar sem skjálftinn varð að minnsta kosti tvö hundruð nítíu og þremur að bana.

Rómversk-kaþólska kirkjan hefur sterka stöðu í landinu og páskarnir því mikilvægir trúuðum íbúum sem halda hana nú hátíðlega í skugga jarðskjálftans. Kirkjur fóru víða illa út úr skjálftanum og eru margar þeirra skemmdar eða algjörlega ónýtar. Sérstök altari hafa verið sett upp inni í tjöldum í búðunum þar sem fórnarlömb skjálftans hafast við svo þau geti beðist þar fyrir. Margir reyna að sækja sér styrk í trúna á þessum erfiðu tímum. Aðrir eiga þó erfitt með að hugga sig með því að biðjast fyrir og skilja ekki hvernig slíkar hörmungar gátu dunið yfir.

Yfirvöld hafa sett á stað rannsókn til að kanna hvort eitthvað saknæmt hafi orðið til þess að margar byggingar stóðu skjálftann svo illa af sér. En björgunarmenn hafa margir lýst því yfir að þeir telji að byggingarnar margar hverjar verið illa byggðar.

Yfirvöld segja vikur og jafnvel mánuði geta liðið þar til íbúum húsa sem enn standa verði óhætt að snúa aftur til síns heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×