Erlent

Maóistar felldu tvo lögreglumenn

Frá framboðsfundi í Chhattisgarh fylki í dag. Kosið verður í fimm fylkjum 16. apríl.
Frá framboðsfundi í Chhattisgarh fylki í dag. Kosið verður í fimm fylkjum 16. apríl. MYND/AP
Fjörutíu vopnaðir maóistar drápu tvo lögreglumenn og einn óbreyttan borgara þegar þeir réðust inn í dag á lögreglustöð Chhattisgarh fylki sem er í miðhluta Indlands. Í gær drápu þeir fimm lögreglumenn og særðu þrjá í austurhluta landsins.

Tveir maóistar féllu í átökunum á lögreglustöðinni og sex aðrir þegar þeir reyndu að komast undan, að sögn talsmanns lögreglunnar.

Samtök maóista sem segjast styðja fátæka bændur og landlausa vilja að kjósendur sniðgangi fyrirhugaðar kosningum í fimm fylkjum í Indlandi sem hefjast á fimmtudaginn. Undanfarnar vikur hafa maóistar sprengt upp skóla og opinberar byggingar og kveikt í heimilum frambjóðanda.

Þúsundir hafa fallið í ódæðum maóista í Indalandi frá því þeir hófu aðgerðir sínar á sjöunda áratug síðustu aldar. Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, telur að maóistar séu ein mesta ógn við innra öryggi landsins.


Tengdar fréttir

Maóistar drápu fimm lögreglumenn

Maóistar drápu fimm lögreglumenn og særðu þrjá í austuhluta Indlands skömmu áður en ráðgert var að Sonia Gandhi, leiðtogi Kongressflokksins, ávarpaði fjöldafund í nágrenni morðstaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×