Erlent

Uppreisnarmenn drápu 13 í Perú

Abimael Guzman leiðtogi Skínandi stígs var dæmdur í fangelsi fyrir þremur árum.
Abimael Guzman leiðtogi Skínandi stígs var dæmdur í fangelsi fyrir þremur árum. MYND/AP
Uppreisnarmenn í samtökunum Skínandi stíg í Perú hafa undanfarna daga drepið 13 hermenn í tveimur árásum í suðausturhluta landsins. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu síðastliðin tíu ár.

Talið er að 70 þúsund manns hafi látið lífið í aðgerðum samtakanna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Minna hefur farið fyrir samtökunum frá því að leiðtogi þeirra var fangelsaður 2006.

Skínandi stígur vill koma á kommúnisma í Perú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×