Erlent

Atkvæði í þingkosningum endurtalin

Frá mótmælum við þinghúsið í Chisinau, höfuðborg Moldavíu, sl. miðvikudag.
Frá mótmælum við þinghúsið í Chisinau, höfuðborg Moldavíu, sl. miðvikudag. MYND/AP

Stjórnlagadómstóll  Moldavíu ákvað í dag að öll atkvæði í þingkosningunum sem fram fóru í landinu fyrir viku verði endurtalin. Áður hafði forseti landsins óskað eftir endurtalningu en hann hart verið tekist á um málið í höfuðborg landsins. Stjórnarandstæðingar hafa sakað sitjandi stjórn um kosningasvik.

Kommúnistaflokkurinn, sem er fer með stjórn landsins, samþykkti fyrr í vikunni kröfu stjórnarandstæðinga um að telja aftur öll atkvæði í kosningunum. Stjórnarandstæðingarnir hafa sakað kommúnistaflokkinn um að hafa falsað kosningaúrslitin til að halda völdum.

Niðurstöðu þingkosninganna hefur verið harkalega mótmælt á götum Chisinau höfuðborg Moldavíu sem er eitt fátækasta land Evrópu.

Samkvæmt úrskurði stjórnlagadómstólsins verða atkvæðin að vera endurtalin innan níu daga. Farið verður yfir öll kjörskrá, atkvæðaseðla og önnur kjörgögn.

Vladimir Voronin, forseti landsins, segir að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi ætlað að bylta ríkisstjórn landsins í valdaráni með aðstoð Vesturlanda. Hann hefur talað fyrir því að atkvæðin verði endurtalinn svo almenningur sjái að ekki hafi verið um kosningasvindl að ræða.




Tengdar fréttir

Ákvörðun um endurtalningu frestað

Hæstiréttur Moldavíu ákvað að fresta í dag umfjöllun sinni um beiðni forseta landsins um endurtalningu atkvæða í þingkosningunum þar í landi síðastliðinn sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×