Erlent

Herinn kallaður út í Bangkok

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Bangkok höfuðborg Tælands og á nærliggjandi svæðum eftir mótmælaöldu andstæðinga forsætisráðherrans. Hermenn hafa þegar tekið sér stöðu á götum úti.

Mótmælendurnir krefjast þess að Abhisit Vejjajiva forsætisráðherra landsins segji af sér. Þeir hafa staðið fyrir margvíslegum aðgerðum síðustu vikurnar og meðal annars að reynt að stöðva umferð inn í höfuðborgina. Í gær réðust svo þúsundir mótmælenda inn á hótel í bænum Patttja og komu í veg fyrir að þar yrði haldin leiðtogafundur Asíuríkja sem þá var að hefjast. Leiðtogar frá Astralíu, Indlandi, Suður-Kóreu og fleirri ríkja voru þegar mættir á svæðið. Uppákoman þykir hin neyðarlegasta fyrir forsætisráðherrann sem hefur heitið því að ná tökum á ástandinu.

Ríkisstjórnin tók svo í morgun ákvörðun um að lýsa yfir neyðarástandi í landinu eftir að hundruðir mótmælenda brutu sér leið inn á skrifstofu innanríkisráðuneytisins þar sem forsætisráðherrann var. Honum tókst naumlega að sleppa undan hópnum. Neyðarástandið felur það í sér að hægt er að banna samkomur þar sem fleiri en fimm einstaklingar koma saman, hægt er að ritskoða umfjöllun fjölmiðla og hægt er að nota herinn til að aðstoða lögregluna við að halda uppi lögum og reglum.




Tengdar fréttir

Neyðarástand í Bangkok

Neyðarástandi var í morgun lýst yfir í Bangkok höfuðborg Tælands og á nærliggjandi svæðum. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að hundruðir mótmælenda stromuðu inn á skrifstofu innanríkisráðuneytis landsins og tókst Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherr,a naumlega að sleppa undan hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×