Erlent

Cameron krefur Brown um persónulega afsökunarbeiðni

David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins.
David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins. MYND/AP
David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, krefst þess að Gordon Brown, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, biðji sig persónulega afsökunar á tölvupóstum sem Damian McBride ráðgjafi Browns sendi.

McBride starfaði sem ráðgjafi Browns í forsætisráðuneytinu. Hann sendi tölvupósta úr vinnunetfangi sínu þar sem hann lagði til leiðir til að ræja Íhaldsflokkinn og leiðtoga hans. Póstarnir höfnuðu á röngum stað og voru í framhaldinu birtir á internetinu. McBride sagði af sér í gær þegar upp komst um málið.

Cameron er sagður brjálaður yfir tölvpóstsendingum McBride og vill að Brown fullvissi sig um að það mál eins og þetta endurtaki sig ekki. Hann krefst þess að Brown biðji sig persónulega afsökunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×