Erlent

Neyðarástand í Bangkok

Frá mótmælunum í Tælandi í gær.
Frá mótmælunum í Tælandi í gær. MYND/AP

Neyðarástandi var í morgun lýst yfir í Bangkok höfuðborg Tælands og á nærliggjandi svæðum. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að hundruðir mótmælenda stromuðu inn á skrifstofu innanríkisráðuneytis landsins og tókst Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherr,a naumlega að sleppa undan hópnum.

Í gær réðust þúsundir mótmælenda inn á hótel í bænum Pattja og komu í veg fyrir að hægt væri að halda þar leiðtogafund Asíuríkja. Mótmælendurnir krefjast þess að forsætisráðherrann segi af sér. Þeir hafa undanfarið gripið til ýmissa aðgerða svo sem að reyna að stöðva umferð inn í höfuðborgina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×