Innlent

Zuma verður næsti forseti

jacob zuma
jacob zuma

Nánast öruggt var talið að Afríska þjóðarráðið færi með sigur af hólmi í þingkosningum í Suður-Afríku þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær.

Búist var við lokaniðurstöðum talningar seint í gærnótt eða í dag. Þegar um áttatíu prósentatkvæða höfðu verið talin hafði Afríska þjóðarráðið um 64 prósent fylgi.

Jacob Zuma, leiðtoga ráðsins, var fagnað vel af stuðningsmönnum sínum þegar hann kom opinberlega fram í Jóhannesarborg í gær. Allt stefndi þá í að hann yrði næsti forseti landsins.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×