Innlent

Gæti seinkað opnun SPRON

Styrmir Þór Bragason
Styrmir Þór Bragason

MP Banki hefur ekki enn fengið svar frá Fjármála­eftirlitinu (FME) um það hvort samþykki fáist fyrir kaupum bankans á útibúaneti SPRON og Netbankanum. Samkeppniseftirlitið hefur þegar veitt undanþágu frá samkeppnislögum svo hægt sé að opna útibú SPRON.

Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP Banka, segir að dragist svar FME lengur muni það líklega tefja opnun útibúa SPRON. Til stóð að höfuðstöðvar bankans og tvö útibú yrðu opnuð næstkomandi mánudag. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×