Lífið

Maddy segir tærnar hafa kalið á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Myndir af stúlkunum voru teknar í Bláa lóninu meðal annars. Mynd/ GVA.
Myndir af stúlkunum voru teknar í Bláa lóninu meðal annars. Mynd/ GVA.
„Það var algjörlega stórkostlegt að fara til Íslands og ég er svo ánægð með að ég lét verða af því að fara þangað," segir Maddy, ein af þátttakendunum í Britain´s Next Top Model í samtali við Digital Spy slúðurvefinn. Ný sería af þáttunum er í þann mund að hefja göngu sína í Bretlandi. Eins og mörgum er kunnugt um var hluti úr seríunni tekinn á Íslandi.

Maddy segir að sér hafi fundist kalt á Íslandi. „Hvað kuldann og aðstæður snertir, þá er þetta erfitt, en þegar þú ert komin þangað og hefur dálæti af því að sitja fyrir þá skiptir þetta ekki máli. Þú vilt bara taka myndirnar og ég naut mín svo mikið við tökurnar, jafnvel þótt ég missti næstum tærnar. Ég sver það, ég fékk kal í tærnar við tökurnar," segir Maddy.

Ánægja Maddyar af Íslandsdvölinni fleytti henni ekki langt því að hún er dottin út úr keppninni um næstu ofurfyrirsætu Bretlands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.