Lífið

Hreinskilin á nýrri plötu

avril lavigne
Næsta plata hennar kemur út í nóvember, þar verður hrátt rokk í fyrirrúmi.
avril lavigne Næsta plata hennar kemur út í nóvember, þar verður hrátt rokk í fyrirrúmi.

Næsta plata söngkonunnar Avril Lavigne, sem kemur út í nóvember, verður nokkuð öðruvísi en hennar síðustu verk. Lavigne leitaði inn á við til að finna rétta hljóminn, hrátt rokk verður í fyrir­rúmi, knúið áfram af kassa­gítarspili.

Beint framhald af smáskífulagi hennar Girlfriend frá árinu 2004 er ekki inni í myndinni.

„Þessi plata snýst um lífið sjálft," sagði Lavigne í viðtali við Rolling Stone.

„Það er auðvelt fyrir mig að semja popplag sem fjallar um að lemja stráka en að syngja á hreinskilinn hátt um eitthvað sem ég hef sjálf lent í, er allt annað mál."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.