Francisca Mwansa: kynnist Íslandi í gegnum strætórúðuna Dr. Gunni skrifar 2. mars 2009 05:00 Francisca Mwansa er kátasta kassadama landsins. Hún segir að kreppan skipti litlu máli. Ef hún er hnuggin hugsar hún bara til Guðs og verður glöð að nýju. Vísir/GVA Sama hvernig heimurinn velkist þá er eitt á hreinu: Francisca Mwansa, kátasta kassadama landsins, verður brosandi þegar hún afgreiðir þig næst í Bónus úti á Granda. Glaðværð hennar og vinsemd hefur vakið verðskuldaða athygli. „Maður fer alltaf í röðina hjá henni þótt það sé styttri röð annars staðar. Hún er alltaf svo glöð,“ segir eldri maður. Hann er ekki einn um þessa skoðun. „Ég kom hingað frá Sambíu í október árið 2000. Vinur minn hafði fundið fyrir mig vinnu á elliheimilinu Skógarbæ,“ segir Francisca. „Mér þótti ægilega skrýtið að koma hingað. Ég hafði til dæmis aldrei séð snjó áður. Ég fór að læra íslensku á námskeiði og af gamla fólkinu í vinnunni. Næst fór ég að vinna hjá samlokugerðinni Sóma en þar töluðu allir ensku svo íslenskunámið mitt lá niðri. Það eina sem var sagt á íslensku var „skera“, „ostur“ og svoleiðis. Svo fór ég að vinna fyrir rúmlega tveimur árum á kassanum í Bónus. Hingað kemur margt vinalegt og gott fólk sem er duglegt við að leiðbeina mér í málinu. Ég var feimin við að tala íslenskuna fyrst en ekki lengur.“ Francisca segist sakna fjölskyldu sinnar í Sambíu og lætur hugann stundum reika þangað þegar það er rólegt á kassanum. Hún hefur tvisvar sinnum farið heim eftir að hún flutti til Íslands og var nokkra mánuði í heimahögunum í hvort skipti. „Við búum úti í sveit, en það er algjör misskilningur hjá mörgum að ég hafi verið umkringd villidýrum, ljónum og gíröffum. Í eina skiptið sem ég hef séð ljón var nú bara þegar ég sá það í þjóðgarðinum.“ Kassadaman Francisca er kaþólsk og leggur mikla rækt við trúna. Lífið gengur daglega sinn vanagang. „Ég fer alltaf á samkomu á morgnana hjá Móður Teresu í Breiðholti og þaðan í aðra vinnu sem ég er í. Þar er ég í tvo tíma. Svo fer ég heim og í Bónus-gallann og svo er ég á kassanum frá tólf til sjö. Ég einbeiti mér að hverjum kúnna og hef eignast marga vini. Ég hef því miður ekki ferðast mikið um Ísland. Ég hef eiginlega bara séð það sem hægt er að sjá út um strætórúðuna. Þegar Bónus var úti á Seltjarnarnesi kynntist ég Seltjarnarnesi og nú er ég öllum hnútum kunnug úti á Granda. Einu sinni fór ég þó til Grundarfjarðar og einu sinni til Þingvalla. Þar er rosalega fallegt og mig langar auðvitað til að ferðast meira um þetta fallega land.“ Francisca segist sjá mikinn mun á fólki eftir að kreppan skall á. „Já, maður finnur til dæmis fyrir breytingu í strætó,“ segir hún. „Það er einhvern veginn þyngra yfir og fólk er ekki eins glatt og það var.“ En kreppan bítur ekki á Franciscu, enda á hún sér leyndarmál, sem þó er ekkert leyndarmál. „Guð er eina leyndarmálið!“ segir hún sannfærandi og verður alvarleg um stund. „Ef ég er eitthvað hnuggin hugsa ég bara til Hans og þá verð ég glöð í hvert skipti. Kreppan skiptir litlu máli. Það eina sem skiptir máli er Guð, gott fólk, börnin og náttúran. Við finnum aldrei alvöru hamingju í peningunum. Enginn banki endist að eilífu. Nema sá á himnum.“ Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Sama hvernig heimurinn velkist þá er eitt á hreinu: Francisca Mwansa, kátasta kassadama landsins, verður brosandi þegar hún afgreiðir þig næst í Bónus úti á Granda. Glaðværð hennar og vinsemd hefur vakið verðskuldaða athygli. „Maður fer alltaf í röðina hjá henni þótt það sé styttri röð annars staðar. Hún er alltaf svo glöð,“ segir eldri maður. Hann er ekki einn um þessa skoðun. „Ég kom hingað frá Sambíu í október árið 2000. Vinur minn hafði fundið fyrir mig vinnu á elliheimilinu Skógarbæ,“ segir Francisca. „Mér þótti ægilega skrýtið að koma hingað. Ég hafði til dæmis aldrei séð snjó áður. Ég fór að læra íslensku á námskeiði og af gamla fólkinu í vinnunni. Næst fór ég að vinna hjá samlokugerðinni Sóma en þar töluðu allir ensku svo íslenskunámið mitt lá niðri. Það eina sem var sagt á íslensku var „skera“, „ostur“ og svoleiðis. Svo fór ég að vinna fyrir rúmlega tveimur árum á kassanum í Bónus. Hingað kemur margt vinalegt og gott fólk sem er duglegt við að leiðbeina mér í málinu. Ég var feimin við að tala íslenskuna fyrst en ekki lengur.“ Francisca segist sakna fjölskyldu sinnar í Sambíu og lætur hugann stundum reika þangað þegar það er rólegt á kassanum. Hún hefur tvisvar sinnum farið heim eftir að hún flutti til Íslands og var nokkra mánuði í heimahögunum í hvort skipti. „Við búum úti í sveit, en það er algjör misskilningur hjá mörgum að ég hafi verið umkringd villidýrum, ljónum og gíröffum. Í eina skiptið sem ég hef séð ljón var nú bara þegar ég sá það í þjóðgarðinum.“ Kassadaman Francisca er kaþólsk og leggur mikla rækt við trúna. Lífið gengur daglega sinn vanagang. „Ég fer alltaf á samkomu á morgnana hjá Móður Teresu í Breiðholti og þaðan í aðra vinnu sem ég er í. Þar er ég í tvo tíma. Svo fer ég heim og í Bónus-gallann og svo er ég á kassanum frá tólf til sjö. Ég einbeiti mér að hverjum kúnna og hef eignast marga vini. Ég hef því miður ekki ferðast mikið um Ísland. Ég hef eiginlega bara séð það sem hægt er að sjá út um strætórúðuna. Þegar Bónus var úti á Seltjarnarnesi kynntist ég Seltjarnarnesi og nú er ég öllum hnútum kunnug úti á Granda. Einu sinni fór ég þó til Grundarfjarðar og einu sinni til Þingvalla. Þar er rosalega fallegt og mig langar auðvitað til að ferðast meira um þetta fallega land.“ Francisca segist sjá mikinn mun á fólki eftir að kreppan skall á. „Já, maður finnur til dæmis fyrir breytingu í strætó,“ segir hún. „Það er einhvern veginn þyngra yfir og fólk er ekki eins glatt og það var.“ En kreppan bítur ekki á Franciscu, enda á hún sér leyndarmál, sem þó er ekkert leyndarmál. „Guð er eina leyndarmálið!“ segir hún sannfærandi og verður alvarleg um stund. „Ef ég er eitthvað hnuggin hugsa ég bara til Hans og þá verð ég glöð í hvert skipti. Kreppan skiptir litlu máli. Það eina sem skiptir máli er Guð, gott fólk, börnin og náttúran. Við finnum aldrei alvöru hamingju í peningunum. Enginn banki endist að eilífu. Nema sá á himnum.“
Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira