Hafa gaman af álfatrú Íslendinga Óli Tynes skrifar 17. nóvember 2009 16:09 Álfar hafa öldum saman búið í Grásteini á Áalftanesi. Mynd/ Ásgeir Helgason Fjölmiðlar á Norðurlöndunum hafa fjallað talsvert um álfatrú Íslendinga undanfarna daga. Tilefnið er könnun sem Terry Gunnell prófessor við Háskóla Íslands gerði á þessari trú. Samkvæmt henni telja fimmtíu og fjögur prósent Íslendinga líklegt eða mögulegt að álfar séu til. Aðeins þrjátíu og tvö prósent telja það ómögulegt eða ólíklegt. Fjölmiðlarnir fjalla almennt hlýlega um þetta fyrirbæri. Í umfjöllun sinni segir Berlingske Tidende frá því að í að minnsta kosti þrem tilfellum hafi hin ríkisrekna Vegagerð breytt vegastæðum til þess að styggja ekki álfabyggð. Blaðið ræðir við Viktor Arnar Ingólfsson upplýsingafulltrúa hjá Vegagerðinni sem sjálfur efast um álfana. Hann segir hinsvegar að Íslendingar meti arf forfeðranna. Ef munnmæli hafi gengið mann fram af manni um að bölvun hvíli á einhverjum stöðum eða þá að yfirnáttúrlegar verur búi í einhverjum kletti, þá sé litið á það sem menningararf. Biskup jákvæður Berlingske Tidende ræðir einnig við Karl Sigurbjörnsson biskup, þar sem áttatíu prósent Íslendinga eru í þjóðkirkjunni. Herra Karl telur ekki að neinir áresktrar séu milli álfatrúar og kristinnar trúar. Álfatrú sé hluti af þjóðarsál Íslendinga og hún sé alveg skaðlaus. Engin ástæða sé fyrir kirkjuna að taka afstöðu gegn henni. Biskupinn segir frá ömmu sinni sem hafi verið góð og kristin manneskja. Hún hafi sagt sögur frá æsku sinni í sveitinni þar sem menn áttu að gæta sín í grennd við bústaði álfa og huldufólks. Trúa á stokka og steina og Guð Terry Gunnell segir í samtali við danska blaðið að Íslendingar geri skýran greinarmun á álfatrú og kristinni trú. Annarsvegar sé álfatrúin sem tengist náttúrunni og landslaginu. Hinsvegar sé trúin á hinn kristna Guð allsherjar. Gunnell segir að Íslendingar eigi ekki í neinum vandræðum með að trúa á hvorttveggja en þeir blandi því ekki saman. Jesús hafi ekkert með álfana að gera. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Fjölmiðlar á Norðurlöndunum hafa fjallað talsvert um álfatrú Íslendinga undanfarna daga. Tilefnið er könnun sem Terry Gunnell prófessor við Háskóla Íslands gerði á þessari trú. Samkvæmt henni telja fimmtíu og fjögur prósent Íslendinga líklegt eða mögulegt að álfar séu til. Aðeins þrjátíu og tvö prósent telja það ómögulegt eða ólíklegt. Fjölmiðlarnir fjalla almennt hlýlega um þetta fyrirbæri. Í umfjöllun sinni segir Berlingske Tidende frá því að í að minnsta kosti þrem tilfellum hafi hin ríkisrekna Vegagerð breytt vegastæðum til þess að styggja ekki álfabyggð. Blaðið ræðir við Viktor Arnar Ingólfsson upplýsingafulltrúa hjá Vegagerðinni sem sjálfur efast um álfana. Hann segir hinsvegar að Íslendingar meti arf forfeðranna. Ef munnmæli hafi gengið mann fram af manni um að bölvun hvíli á einhverjum stöðum eða þá að yfirnáttúrlegar verur búi í einhverjum kletti, þá sé litið á það sem menningararf. Biskup jákvæður Berlingske Tidende ræðir einnig við Karl Sigurbjörnsson biskup, þar sem áttatíu prósent Íslendinga eru í þjóðkirkjunni. Herra Karl telur ekki að neinir áresktrar séu milli álfatrúar og kristinnar trúar. Álfatrú sé hluti af þjóðarsál Íslendinga og hún sé alveg skaðlaus. Engin ástæða sé fyrir kirkjuna að taka afstöðu gegn henni. Biskupinn segir frá ömmu sinni sem hafi verið góð og kristin manneskja. Hún hafi sagt sögur frá æsku sinni í sveitinni þar sem menn áttu að gæta sín í grennd við bústaði álfa og huldufólks. Trúa á stokka og steina og Guð Terry Gunnell segir í samtali við danska blaðið að Íslendingar geri skýran greinarmun á álfatrú og kristinni trú. Annarsvegar sé álfatrúin sem tengist náttúrunni og landslaginu. Hinsvegar sé trúin á hinn kristna Guð allsherjar. Gunnell segir að Íslendingar eigi ekki í neinum vandræðum með að trúa á hvorttveggja en þeir blandi því ekki saman. Jesús hafi ekkert með álfana að gera.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira