Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar 18. september 2025 13:02 Ísland hefur ákveðið að auka framlag sitt til varnarmála í ljósi breyttrar alþjóðlegrar stöðu og aukinnar áherslu á öryggismál. Það er skiljanleg og nauðsynleg ákvörðun, því við þurfum að axla okkar hlut í alþjóðlegu samstarfi og tryggja öryggi landsins. Spurningin sem blasir við er: hvernig nýtum við þetta fjármagn þannig að það þjóni ekki aðeins hernaðarlegum tilgangi, heldur styrki einnig samfélagið okkar? Varnir og innviðir haldast í hendur Varnarmál og innviðauppbygging eru ekki aðskildar heildir. Flugvellir sem notaðir eru í hernaðarlegum tilgangi þurfa jafnframt að styðja við borgaralegt flug og ferðamennsku. Fjarskiptakerfi og gagnaver sem tryggja öryggi og viðnámsþol gagnvart árásum og áföllum eru líka forsenda daglegs lífs, þjónustu og atvinnusköpunar. Það sem oft gleymist er að innviðirnir eru hluti af varnarviðbúnaðinum sjálfum. Þegar þeir bregðast er ekki aðeins daglegt líf í hættu, heldur einnig öryggi þjóðarinnar. Austurland sem lykilsvæði Á Austurlandi er þetta sérstaklega áberandi. Þar er staða samgangna veik og vegakerfið viðkvæmt. Sérstaklega má nefna brúna yfir Jökulsá á Fjöllum, sem er orðin úrelt og háð miklum þungatakmörkunum. Sú brú þolir ekki bið en er engu að síður ekki á áætlun til endurnýjunar fyrr en árið 2035. Það er óásættanlegt. Á meðan brúin er í þessu ástandi er Austurland í raun einangrað þegar kemur að þungaflutningum, bæði til norðurs og suðurs. Út frá öryggissjónarmiðum er það algerlega óviðunandi. Ef tryggja á aðgengi að höfnum landsins og innviðum á Austurlandi, sem hafa ótvírætt hernaðarlegt og öryggislegt mikilvægi, verður að ráðast tafarlaust í þessa framkvæmd. Þá má ekki gleyma því að hafnarmannvirki og innanlandsflugvellir á Austurlandi eru næstir Evrópu og því mikilvægir hlekkir í öryggis- og varnarmálum. Hafnaraðstaða á Austfjörðum er ákjósanleg út frá staðsetningu og náttúrulegum aðstæðum og því rökrétt val fyrir Ísland þegar litið er til varna, öryggis og alþjóðlegs framlags okkar. Fjárfesting sem margfaldast Þegar fjármagni til varnarmála er varið í innviði sem nýtast bæði almenningi og öryggiskerfinu, þá margfaldast ávinningurinn. Það er fjárfesting sem bætir lífskjör, styrkir atvinnulíf, eykur öryggi og sýnir jafnframt alþjóðlegum samstarfsaðilum að Ísland tekur hlutverk sitt alvarlega – með skynsamlegum og sjálfbærum hætti. Að auka framlag Íslands til varnarmála er rétt og nauðsynlegt. En það má aldrei verða þannig að fjármunirnir renni eingöngu í þröngt skilgreindar hernaðarframkvæmdir sem lítið nýtast samfélaginu í heild. Við verðum að nýta tækifærið til að byggja upp innviði sem nýtast bæði til varna og daglegs lífs. Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum er eitt af þeim verkefnum sem bíða. Nú þegar þolir hún enga bið og alls ekki til ársins 2035. Með því að flýta framkvæmdinni og með því að nýta betur hafnir og flugvelli Austurlands sem náttúrulega hlekki í öryggis- og varnarmálum, tryggjum við að landið allt standi undir auknu framlagi Íslands til varna og að Austurland standi ekki eftir einangrað. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Sigurðsson Öryggis- og varnarmál Fjarðabyggð Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur ákveðið að auka framlag sitt til varnarmála í ljósi breyttrar alþjóðlegrar stöðu og aukinnar áherslu á öryggismál. Það er skiljanleg og nauðsynleg ákvörðun, því við þurfum að axla okkar hlut í alþjóðlegu samstarfi og tryggja öryggi landsins. Spurningin sem blasir við er: hvernig nýtum við þetta fjármagn þannig að það þjóni ekki aðeins hernaðarlegum tilgangi, heldur styrki einnig samfélagið okkar? Varnir og innviðir haldast í hendur Varnarmál og innviðauppbygging eru ekki aðskildar heildir. Flugvellir sem notaðir eru í hernaðarlegum tilgangi þurfa jafnframt að styðja við borgaralegt flug og ferðamennsku. Fjarskiptakerfi og gagnaver sem tryggja öryggi og viðnámsþol gagnvart árásum og áföllum eru líka forsenda daglegs lífs, þjónustu og atvinnusköpunar. Það sem oft gleymist er að innviðirnir eru hluti af varnarviðbúnaðinum sjálfum. Þegar þeir bregðast er ekki aðeins daglegt líf í hættu, heldur einnig öryggi þjóðarinnar. Austurland sem lykilsvæði Á Austurlandi er þetta sérstaklega áberandi. Þar er staða samgangna veik og vegakerfið viðkvæmt. Sérstaklega má nefna brúna yfir Jökulsá á Fjöllum, sem er orðin úrelt og háð miklum þungatakmörkunum. Sú brú þolir ekki bið en er engu að síður ekki á áætlun til endurnýjunar fyrr en árið 2035. Það er óásættanlegt. Á meðan brúin er í þessu ástandi er Austurland í raun einangrað þegar kemur að þungaflutningum, bæði til norðurs og suðurs. Út frá öryggissjónarmiðum er það algerlega óviðunandi. Ef tryggja á aðgengi að höfnum landsins og innviðum á Austurlandi, sem hafa ótvírætt hernaðarlegt og öryggislegt mikilvægi, verður að ráðast tafarlaust í þessa framkvæmd. Þá má ekki gleyma því að hafnarmannvirki og innanlandsflugvellir á Austurlandi eru næstir Evrópu og því mikilvægir hlekkir í öryggis- og varnarmálum. Hafnaraðstaða á Austfjörðum er ákjósanleg út frá staðsetningu og náttúrulegum aðstæðum og því rökrétt val fyrir Ísland þegar litið er til varna, öryggis og alþjóðlegs framlags okkar. Fjárfesting sem margfaldast Þegar fjármagni til varnarmála er varið í innviði sem nýtast bæði almenningi og öryggiskerfinu, þá margfaldast ávinningurinn. Það er fjárfesting sem bætir lífskjör, styrkir atvinnulíf, eykur öryggi og sýnir jafnframt alþjóðlegum samstarfsaðilum að Ísland tekur hlutverk sitt alvarlega – með skynsamlegum og sjálfbærum hætti. Að auka framlag Íslands til varnarmála er rétt og nauðsynlegt. En það má aldrei verða þannig að fjármunirnir renni eingöngu í þröngt skilgreindar hernaðarframkvæmdir sem lítið nýtast samfélaginu í heild. Við verðum að nýta tækifærið til að byggja upp innviði sem nýtast bæði til varna og daglegs lífs. Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum er eitt af þeim verkefnum sem bíða. Nú þegar þolir hún enga bið og alls ekki til ársins 2035. Með því að flýta framkvæmdinni og með því að nýta betur hafnir og flugvelli Austurlands sem náttúrulega hlekki í öryggis- og varnarmálum, tryggjum við að landið allt standi undir auknu framlagi Íslands til varna og að Austurland standi ekki eftir einangrað. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður bæjarráðs.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun