Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar 18. september 2025 13:02 Ísland hefur ákveðið að auka framlag sitt til varnarmála í ljósi breyttrar alþjóðlegrar stöðu og aukinnar áherslu á öryggismál. Það er skiljanleg og nauðsynleg ákvörðun, því við þurfum að axla okkar hlut í alþjóðlegu samstarfi og tryggja öryggi landsins. Spurningin sem blasir við er: hvernig nýtum við þetta fjármagn þannig að það þjóni ekki aðeins hernaðarlegum tilgangi, heldur styrki einnig samfélagið okkar? Varnir og innviðir haldast í hendur Varnarmál og innviðauppbygging eru ekki aðskildar heildir. Flugvellir sem notaðir eru í hernaðarlegum tilgangi þurfa jafnframt að styðja við borgaralegt flug og ferðamennsku. Fjarskiptakerfi og gagnaver sem tryggja öryggi og viðnámsþol gagnvart árásum og áföllum eru líka forsenda daglegs lífs, þjónustu og atvinnusköpunar. Það sem oft gleymist er að innviðirnir eru hluti af varnarviðbúnaðinum sjálfum. Þegar þeir bregðast er ekki aðeins daglegt líf í hættu, heldur einnig öryggi þjóðarinnar. Austurland sem lykilsvæði Á Austurlandi er þetta sérstaklega áberandi. Þar er staða samgangna veik og vegakerfið viðkvæmt. Sérstaklega má nefna brúna yfir Jökulsá á Fjöllum, sem er orðin úrelt og háð miklum þungatakmörkunum. Sú brú þolir ekki bið en er engu að síður ekki á áætlun til endurnýjunar fyrr en árið 2035. Það er óásættanlegt. Á meðan brúin er í þessu ástandi er Austurland í raun einangrað þegar kemur að þungaflutningum, bæði til norðurs og suðurs. Út frá öryggissjónarmiðum er það algerlega óviðunandi. Ef tryggja á aðgengi að höfnum landsins og innviðum á Austurlandi, sem hafa ótvírætt hernaðarlegt og öryggislegt mikilvægi, verður að ráðast tafarlaust í þessa framkvæmd. Þá má ekki gleyma því að hafnarmannvirki og innanlandsflugvellir á Austurlandi eru næstir Evrópu og því mikilvægir hlekkir í öryggis- og varnarmálum. Hafnaraðstaða á Austfjörðum er ákjósanleg út frá staðsetningu og náttúrulegum aðstæðum og því rökrétt val fyrir Ísland þegar litið er til varna, öryggis og alþjóðlegs framlags okkar. Fjárfesting sem margfaldast Þegar fjármagni til varnarmála er varið í innviði sem nýtast bæði almenningi og öryggiskerfinu, þá margfaldast ávinningurinn. Það er fjárfesting sem bætir lífskjör, styrkir atvinnulíf, eykur öryggi og sýnir jafnframt alþjóðlegum samstarfsaðilum að Ísland tekur hlutverk sitt alvarlega – með skynsamlegum og sjálfbærum hætti. Að auka framlag Íslands til varnarmála er rétt og nauðsynlegt. En það má aldrei verða þannig að fjármunirnir renni eingöngu í þröngt skilgreindar hernaðarframkvæmdir sem lítið nýtast samfélaginu í heild. Við verðum að nýta tækifærið til að byggja upp innviði sem nýtast bæði til varna og daglegs lífs. Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum er eitt af þeim verkefnum sem bíða. Nú þegar þolir hún enga bið og alls ekki til ársins 2035. Með því að flýta framkvæmdinni og með því að nýta betur hafnir og flugvelli Austurlands sem náttúrulega hlekki í öryggis- og varnarmálum, tryggjum við að landið allt standi undir auknu framlagi Íslands til varna og að Austurland standi ekki eftir einangrað. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Sigurðsson Öryggis- og varnarmál Fjarðabyggð Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur ákveðið að auka framlag sitt til varnarmála í ljósi breyttrar alþjóðlegrar stöðu og aukinnar áherslu á öryggismál. Það er skiljanleg og nauðsynleg ákvörðun, því við þurfum að axla okkar hlut í alþjóðlegu samstarfi og tryggja öryggi landsins. Spurningin sem blasir við er: hvernig nýtum við þetta fjármagn þannig að það þjóni ekki aðeins hernaðarlegum tilgangi, heldur styrki einnig samfélagið okkar? Varnir og innviðir haldast í hendur Varnarmál og innviðauppbygging eru ekki aðskildar heildir. Flugvellir sem notaðir eru í hernaðarlegum tilgangi þurfa jafnframt að styðja við borgaralegt flug og ferðamennsku. Fjarskiptakerfi og gagnaver sem tryggja öryggi og viðnámsþol gagnvart árásum og áföllum eru líka forsenda daglegs lífs, þjónustu og atvinnusköpunar. Það sem oft gleymist er að innviðirnir eru hluti af varnarviðbúnaðinum sjálfum. Þegar þeir bregðast er ekki aðeins daglegt líf í hættu, heldur einnig öryggi þjóðarinnar. Austurland sem lykilsvæði Á Austurlandi er þetta sérstaklega áberandi. Þar er staða samgangna veik og vegakerfið viðkvæmt. Sérstaklega má nefna brúna yfir Jökulsá á Fjöllum, sem er orðin úrelt og háð miklum þungatakmörkunum. Sú brú þolir ekki bið en er engu að síður ekki á áætlun til endurnýjunar fyrr en árið 2035. Það er óásættanlegt. Á meðan brúin er í þessu ástandi er Austurland í raun einangrað þegar kemur að þungaflutningum, bæði til norðurs og suðurs. Út frá öryggissjónarmiðum er það algerlega óviðunandi. Ef tryggja á aðgengi að höfnum landsins og innviðum á Austurlandi, sem hafa ótvírætt hernaðarlegt og öryggislegt mikilvægi, verður að ráðast tafarlaust í þessa framkvæmd. Þá má ekki gleyma því að hafnarmannvirki og innanlandsflugvellir á Austurlandi eru næstir Evrópu og því mikilvægir hlekkir í öryggis- og varnarmálum. Hafnaraðstaða á Austfjörðum er ákjósanleg út frá staðsetningu og náttúrulegum aðstæðum og því rökrétt val fyrir Ísland þegar litið er til varna, öryggis og alþjóðlegs framlags okkar. Fjárfesting sem margfaldast Þegar fjármagni til varnarmála er varið í innviði sem nýtast bæði almenningi og öryggiskerfinu, þá margfaldast ávinningurinn. Það er fjárfesting sem bætir lífskjör, styrkir atvinnulíf, eykur öryggi og sýnir jafnframt alþjóðlegum samstarfsaðilum að Ísland tekur hlutverk sitt alvarlega – með skynsamlegum og sjálfbærum hætti. Að auka framlag Íslands til varnarmála er rétt og nauðsynlegt. En það má aldrei verða þannig að fjármunirnir renni eingöngu í þröngt skilgreindar hernaðarframkvæmdir sem lítið nýtast samfélaginu í heild. Við verðum að nýta tækifærið til að byggja upp innviði sem nýtast bæði til varna og daglegs lífs. Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum er eitt af þeim verkefnum sem bíða. Nú þegar þolir hún enga bið og alls ekki til ársins 2035. Með því að flýta framkvæmdinni og með því að nýta betur hafnir og flugvelli Austurlands sem náttúrulega hlekki í öryggis- og varnarmálum, tryggjum við að landið allt standi undir auknu framlagi Íslands til varna og að Austurland standi ekki eftir einangrað. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður bæjarráðs.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun