Atlaga að almannahag Gunnar Tómasson skrifar 20. janúar 2009 07:00 Upplýsingar á vefsíðu Seðlabanka Íslands um greiðslujöfnuð þjóðarbúsins gagnvart útlöndum frá 2004 til septemberloka 2008 endurspegla stórfellda aukningu vaxtatekna og vaxtagjalda á þessu tímabili. Vaxtatekjur 2004 námu 8,8 milljörðum og jafngiltu 0,9% af vergri landsframleiðslu (VLF) en kunna að hafa hækkað í 210 milljarða og 14,8% árið 2008. Eins má ætla að vaxtagjöld hafi hækkað úr 35,5 milljörðum 2004 (3,8% af VLF) í um 486 milljarða og jafngilt 34,1% af VLF 2008. Með öðrum orðum, hrein vaxtagjöld þjóðarbúsins hafa hækkað úr 2,9% af VLF 2004 í 19,3% á nýliðnu ári, og hafa liðlega þrefaldast frá 2005. Frá 2006 til 2008 jafngilti hækkunin um 11% af VLF. Ljóst er að hlutdeild Seðlabanka Íslands í auknum vaxtatekjum og gjöldum er lítil; gjaldeyrissjóður seðlabankans var aðeins 1,1 milljarður bandaríkjadala í lok 2004 og 2005 og hækkaði árlega um 0,3 milljarða dala 2006-2008. Aukningin endurspeglar því væntanlega viðbrögð markaðsaðila við hávaxtastefnu Seðlabankans og innlenda lánakerfisins sem færði þeim auðfenginn gróða í mynd vaxtamunar á erlendum og innlendum lánsfjármörkuðum. Margt er enn á huldu um viðskiptakerfi þessara aðila (lífeyrissjóða, sjávarútvegs- og fjárfestingafyrirtækja) en af síðustu fréttum má ráða að umbreyting gjaldeyrismarkaðarins í nokkurs konar svikamyllu hafi verið veigamikill hluti kerfisins. Á tímabilinu 2006-2008 voru vaxtagjöld þjóðarbúsins 945 milljarðar, tekjur 422 milljarðar og nettó vaxtakostnaður 523 milljarðar - og jafngilti nær fjórum Kárahnjúkavirkunum (133 milljarðar). Hér er að miklu leyti um að ræða fórnarkostnað samfélagsins vegna vanhæfni yfirstjórnar íslenzkra peningamála í mynd óhaminnar útlánaþenslu lánakerfisins, glórulausra stýrivaxta Seðlabankans og meðfylgjandi okurvaxta innlenda lánakerfisins. Í Mbl.grein höfundar 30. maí 2006 („Hvar liggur ábyrgðin?") var fjallað um umsögn sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem heimsótti Ísland fyrr í mánuðinum og taldi útlánaþensluna vera „hrikalega" (e. staggering). Stjórnvöld létu reka á reiðanum enn um sinn. Lokaorð höfundar voru eftirfarandi: „Þetta er verra en grunnfærni - þetta er atlaga að almannahag." Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Upplýsingar á vefsíðu Seðlabanka Íslands um greiðslujöfnuð þjóðarbúsins gagnvart útlöndum frá 2004 til septemberloka 2008 endurspegla stórfellda aukningu vaxtatekna og vaxtagjalda á þessu tímabili. Vaxtatekjur 2004 námu 8,8 milljörðum og jafngiltu 0,9% af vergri landsframleiðslu (VLF) en kunna að hafa hækkað í 210 milljarða og 14,8% árið 2008. Eins má ætla að vaxtagjöld hafi hækkað úr 35,5 milljörðum 2004 (3,8% af VLF) í um 486 milljarða og jafngilt 34,1% af VLF 2008. Með öðrum orðum, hrein vaxtagjöld þjóðarbúsins hafa hækkað úr 2,9% af VLF 2004 í 19,3% á nýliðnu ári, og hafa liðlega þrefaldast frá 2005. Frá 2006 til 2008 jafngilti hækkunin um 11% af VLF. Ljóst er að hlutdeild Seðlabanka Íslands í auknum vaxtatekjum og gjöldum er lítil; gjaldeyrissjóður seðlabankans var aðeins 1,1 milljarður bandaríkjadala í lok 2004 og 2005 og hækkaði árlega um 0,3 milljarða dala 2006-2008. Aukningin endurspeglar því væntanlega viðbrögð markaðsaðila við hávaxtastefnu Seðlabankans og innlenda lánakerfisins sem færði þeim auðfenginn gróða í mynd vaxtamunar á erlendum og innlendum lánsfjármörkuðum. Margt er enn á huldu um viðskiptakerfi þessara aðila (lífeyrissjóða, sjávarútvegs- og fjárfestingafyrirtækja) en af síðustu fréttum má ráða að umbreyting gjaldeyrismarkaðarins í nokkurs konar svikamyllu hafi verið veigamikill hluti kerfisins. Á tímabilinu 2006-2008 voru vaxtagjöld þjóðarbúsins 945 milljarðar, tekjur 422 milljarðar og nettó vaxtakostnaður 523 milljarðar - og jafngilti nær fjórum Kárahnjúkavirkunum (133 milljarðar). Hér er að miklu leyti um að ræða fórnarkostnað samfélagsins vegna vanhæfni yfirstjórnar íslenzkra peningamála í mynd óhaminnar útlánaþenslu lánakerfisins, glórulausra stýrivaxta Seðlabankans og meðfylgjandi okurvaxta innlenda lánakerfisins. Í Mbl.grein höfundar 30. maí 2006 („Hvar liggur ábyrgðin?") var fjallað um umsögn sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem heimsótti Ísland fyrr í mánuðinum og taldi útlánaþensluna vera „hrikalega" (e. staggering). Stjórnvöld létu reka á reiðanum enn um sinn. Lokaorð höfundar voru eftirfarandi: „Þetta er verra en grunnfærni - þetta er atlaga að almannahag." Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar