Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir, Steinunn Bergmann og Þóra Leósdóttir skrifa 18. september 2025 19:03 Árum saman hafa heilbrigðisstéttir hér á landi varað við því að stærsta auðlind heilbrigðiskerfisins, starfsfólkið, fari þverrandi. Í heimsfaraldrinum afhjúpaðist þessi staða og vert er að minna á að það er ekki heilbrigðiskerfinu sjálfu að þakka hversu vel Ísland kom út úr faraldrinum heldur fagfólkinu sem þar starfar. Nýlega kynnti spretthópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins tillögur til að styrkja geislameðferð á Landspítalanum en bið eftir meðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast á undanförnum vikum. Undanfarin ár hefur geislafræðingum sem starfa við deildina fækkað verulega og leggur spretthópur til að ráða geislafræðinga frá öðrum löndum til að leysa úr því eða senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar. Formaður Félags geislafræðinga hefur á hinn bóginn bent á að miðað við fjölda starfa sé nóg af geislafræðingum hér á landi eins og staðan er í dag. Það útskrifist 15-20 geislafræðingar árlega og það þurfi að bæta kjör geislafræðinga svo þeir velji að starfa á deildinni. Félag geislafræðinga hafði ekki aðkomu að vinnu spretthópsins og ekki var leitað ráðgjafar hjá félaginu varðandi fram komnar tillögur. Mönnunarvandi er og hefur verið gríðarlegt vandamál. Það er almennt viðurkennt að bæta þurfi laun og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks til að fá fleiri til starfa nú og til framtíðar. Það leysir ekki vandann að sækja heilbrigðisstarfsfólk erlendis frá og skapa um leið skort í öðrum löndum. Við erum stödd í velferðarkreppu sem við sjáum ekki fyrir endann á því aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast auk þess sem fólksfjölgun er meiri en nokkru sinni fyrr. Skortur á heilbrigðisstarfsfólki mun aukast á næstu árum. Við verðum að tryggja haldbært heilbrigðiskerfi annars stefnir í algjört óefni. Kvennastéttir og virðismat Skakkt virðismat á störfum kvenna og kynbundinn launamunur skýrist af kynskiptum vinnumarkaði og námsvali. Innan BHM eru átta fag- og stéttarfélög háskólamenntaðra sérfræðinga á heilbrigðissviði þar sem konur eru í meirihluta. Þessar fagstéttir eru alla jafna með fjögurra til sex ára háskólanám að baki og þurfa starfsleyfi frá Embætti landlæknis til að mega starfa hér á landi. Flestar sinna þær störfum á opinberum vinnumarkaði og eru svokallaðar einkeypisstéttir sem þýðir að launasetning þeirra lýtur sjaldnast lögmálum markaðarins. Launasetning háskólamenntaðra á opinberum vinnumarkaði er hvað lægst hjá heilbrigðisstéttum, þeim sem sinna menntun komandi kynslóða og fagstéttum í menningarstarfsemi. Þegar meðallaun ólíkra fagstétta innan BHM eru skoðuð sést að þau eru lægst þar sem konur eru í miklum meirihluta eða á bilinu 650 – 770 þúsund krónur. Þegar meðallaun annarra hópa háskólamenntaðra sérfræðinga eins og hjá þeim sem starfa við fjármál og rekstur, lögfræði og stjórnsýslu eru meðallaun á bilinu 837 – 846 þúsund krónur. Virðismat starfa fer nefnilega enn í dag eftir því hvers kyns meirihluti starfsfólks er og hvernig hefð er fyrir því að starfið sé launað. Fjárfestum í velferð Það þarf að fjárfesta í menntakerfinu og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Það þarf að setja lýðheilsu, forvarnir og endurhæfingu í algjöran forgang, með skýrri stefnu og aðgerðum þannig að fólk þurfi síður á kostnaðarsamri þriðja stigs þjónustu að halda. Að auki blasir við að fjölga þarf fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki til muna og það strax. Íslenskt samfélag er ekki sjálfbært hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk með nauðsynlega fagþekkingu. Nýliðunar- og mönnunarvandi er raunveruleg ógn í mörgum faggreinum. Þörf er á markvissum aðgerðum til að leiðrétta launasetningu og bæta starfsumhverfi heilbrigðisstétta hjá stofnunum ríkisins og víðar á opinberum vinnumarkaði. Þannig er hægt að laða fleira ungt fólk til menntunar og starfa í heilbrigðisgreinum og halda þeim í starfi. Hvað hyggjast stjórnvöld gera til að beina fleira ungu fólki í nám í heilbrigðisgreinum? Vandinn leysist ekki að sjálfu sér. Breytinga er þörf! Laufey Elísabet Gissurardóttir er formaður Þroskaþjálfafélag Íslands. Steinunn Bergmann er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Þóra Leósdóttir er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Árum saman hafa heilbrigðisstéttir hér á landi varað við því að stærsta auðlind heilbrigðiskerfisins, starfsfólkið, fari þverrandi. Í heimsfaraldrinum afhjúpaðist þessi staða og vert er að minna á að það er ekki heilbrigðiskerfinu sjálfu að þakka hversu vel Ísland kom út úr faraldrinum heldur fagfólkinu sem þar starfar. Nýlega kynnti spretthópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins tillögur til að styrkja geislameðferð á Landspítalanum en bið eftir meðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast á undanförnum vikum. Undanfarin ár hefur geislafræðingum sem starfa við deildina fækkað verulega og leggur spretthópur til að ráða geislafræðinga frá öðrum löndum til að leysa úr því eða senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar. Formaður Félags geislafræðinga hefur á hinn bóginn bent á að miðað við fjölda starfa sé nóg af geislafræðingum hér á landi eins og staðan er í dag. Það útskrifist 15-20 geislafræðingar árlega og það þurfi að bæta kjör geislafræðinga svo þeir velji að starfa á deildinni. Félag geislafræðinga hafði ekki aðkomu að vinnu spretthópsins og ekki var leitað ráðgjafar hjá félaginu varðandi fram komnar tillögur. Mönnunarvandi er og hefur verið gríðarlegt vandamál. Það er almennt viðurkennt að bæta þurfi laun og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks til að fá fleiri til starfa nú og til framtíðar. Það leysir ekki vandann að sækja heilbrigðisstarfsfólk erlendis frá og skapa um leið skort í öðrum löndum. Við erum stödd í velferðarkreppu sem við sjáum ekki fyrir endann á því aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast auk þess sem fólksfjölgun er meiri en nokkru sinni fyrr. Skortur á heilbrigðisstarfsfólki mun aukast á næstu árum. Við verðum að tryggja haldbært heilbrigðiskerfi annars stefnir í algjört óefni. Kvennastéttir og virðismat Skakkt virðismat á störfum kvenna og kynbundinn launamunur skýrist af kynskiptum vinnumarkaði og námsvali. Innan BHM eru átta fag- og stéttarfélög háskólamenntaðra sérfræðinga á heilbrigðissviði þar sem konur eru í meirihluta. Þessar fagstéttir eru alla jafna með fjögurra til sex ára háskólanám að baki og þurfa starfsleyfi frá Embætti landlæknis til að mega starfa hér á landi. Flestar sinna þær störfum á opinberum vinnumarkaði og eru svokallaðar einkeypisstéttir sem þýðir að launasetning þeirra lýtur sjaldnast lögmálum markaðarins. Launasetning háskólamenntaðra á opinberum vinnumarkaði er hvað lægst hjá heilbrigðisstéttum, þeim sem sinna menntun komandi kynslóða og fagstéttum í menningarstarfsemi. Þegar meðallaun ólíkra fagstétta innan BHM eru skoðuð sést að þau eru lægst þar sem konur eru í miklum meirihluta eða á bilinu 650 – 770 þúsund krónur. Þegar meðallaun annarra hópa háskólamenntaðra sérfræðinga eins og hjá þeim sem starfa við fjármál og rekstur, lögfræði og stjórnsýslu eru meðallaun á bilinu 837 – 846 þúsund krónur. Virðismat starfa fer nefnilega enn í dag eftir því hvers kyns meirihluti starfsfólks er og hvernig hefð er fyrir því að starfið sé launað. Fjárfestum í velferð Það þarf að fjárfesta í menntakerfinu og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Það þarf að setja lýðheilsu, forvarnir og endurhæfingu í algjöran forgang, með skýrri stefnu og aðgerðum þannig að fólk þurfi síður á kostnaðarsamri þriðja stigs þjónustu að halda. Að auki blasir við að fjölga þarf fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki til muna og það strax. Íslenskt samfélag er ekki sjálfbært hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk með nauðsynlega fagþekkingu. Nýliðunar- og mönnunarvandi er raunveruleg ógn í mörgum faggreinum. Þörf er á markvissum aðgerðum til að leiðrétta launasetningu og bæta starfsumhverfi heilbrigðisstétta hjá stofnunum ríkisins og víðar á opinberum vinnumarkaði. Þannig er hægt að laða fleira ungt fólk til menntunar og starfa í heilbrigðisgreinum og halda þeim í starfi. Hvað hyggjast stjórnvöld gera til að beina fleira ungu fólki í nám í heilbrigðisgreinum? Vandinn leysist ekki að sjálfu sér. Breytinga er þörf! Laufey Elísabet Gissurardóttir er formaður Þroskaþjálfafélag Íslands. Steinunn Bergmann er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Þóra Leósdóttir er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun