Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar 19. september 2025 12:01 Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég flutti til Danmerkur hvað íslenska náttúran var mér verðmæt. Að hafa þennan beina aðgang að ósnortinni náttúru er ekkert sjálfgefið þó ég hafi haldið það. Uppáhaldssvæðið mitt er Breiðafjörðurinn. Þar er líf mannsins í sátt við umhverfið, fallegir sveitabæir og þorp í samhljómi við hafið, eyjarnar og ósnortinn fjallahringinn. Í Danmörku eru ræktuð tún eða skógar, hvert sem litið er þegar maður er kominn út úr borgunum. Oft verulega fallegt en aldrei ósnortið. Þetta angrar auðvitað ekkert Danina sem eru vanir þessu, en ég þekki varla nokkurn Dana sem hefur ekki fallið í stafi yfir náttúrunni okkar þegar þeir sækja okkur heim. Þegar landnámsmenn komu hér fyrst var líklega allt fullt af rostungi í Breiðafirði. Um það eru kenningar að Geirmundur Heljarskinn og fleiri hafi á nokkrum áratugum útrýmt rostungi við Ísland og orðið af því ansi efnaðir. Farið af skeri á sker, frá eyju til eyjar, úr firði í fjörð þar til ekkert var eftir. Í dag er Geirmundur og hans menn risnir aftur í formi lukkuriddara með vindorkudrauma. Þeir ganga sveit úr sveit með óraunhæf og innistæðulaus loforð um atvinnu og styrki í skiptum fyrir náttúruna okkar. Loforð sem þeir hafa engan hug á að standa við, því þeir ætla ekki að byggja, reka né eiga vindmyllurnar, heldur selja sig út úr verkefnunum um leið og búið er að fá framkvæmdaleyfi. Út á það gengur viðskiptamódelið. Því verður það aldrei í þeirra verkahring að standa við nokkurt loforð. Fái þessir aðilar vilja sínum framgengt mun 150 til 200 metra hár vindorkuskógur yfirgnæfa fjallahringinn innst við Breiðafjörð. Og um leið og leyfi fæst fyrir fyrsta orkuverinu verður auðvelt að bæta við öðru á næsta fjalli því víðernin verða ekki lengur ósnortin. Og ekki blæs minna úti á firðinum sem er fullur af eyjum og skerjum sem hægt er að reisa vindmyllur á. Þannig verður farið fjall af fjalli, eyju eftir eyju þar til ekkert er eftir af Breiðafirði eins og við þekkjum hann. Í sumar ákvað umhverfisráðherra að ganga gegn ráðleggingum vinnuhóps um rammaáætlun og taka vindorkuverið við Garpsdal úr biðflokki yfir í nýtingarflokk, þrátt fyrir að frekari rannsóknir vanti um áhrif þess á arnarstofninn. Málið er núna í samráðsgátt þar sem þú getur sagt þitt álit. Nánari upplýsingar um það eru á frjalsirvindar.is Höfundur er Breiðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég flutti til Danmerkur hvað íslenska náttúran var mér verðmæt. Að hafa þennan beina aðgang að ósnortinni náttúru er ekkert sjálfgefið þó ég hafi haldið það. Uppáhaldssvæðið mitt er Breiðafjörðurinn. Þar er líf mannsins í sátt við umhverfið, fallegir sveitabæir og þorp í samhljómi við hafið, eyjarnar og ósnortinn fjallahringinn. Í Danmörku eru ræktuð tún eða skógar, hvert sem litið er þegar maður er kominn út úr borgunum. Oft verulega fallegt en aldrei ósnortið. Þetta angrar auðvitað ekkert Danina sem eru vanir þessu, en ég þekki varla nokkurn Dana sem hefur ekki fallið í stafi yfir náttúrunni okkar þegar þeir sækja okkur heim. Þegar landnámsmenn komu hér fyrst var líklega allt fullt af rostungi í Breiðafirði. Um það eru kenningar að Geirmundur Heljarskinn og fleiri hafi á nokkrum áratugum útrýmt rostungi við Ísland og orðið af því ansi efnaðir. Farið af skeri á sker, frá eyju til eyjar, úr firði í fjörð þar til ekkert var eftir. Í dag er Geirmundur og hans menn risnir aftur í formi lukkuriddara með vindorkudrauma. Þeir ganga sveit úr sveit með óraunhæf og innistæðulaus loforð um atvinnu og styrki í skiptum fyrir náttúruna okkar. Loforð sem þeir hafa engan hug á að standa við, því þeir ætla ekki að byggja, reka né eiga vindmyllurnar, heldur selja sig út úr verkefnunum um leið og búið er að fá framkvæmdaleyfi. Út á það gengur viðskiptamódelið. Því verður það aldrei í þeirra verkahring að standa við nokkurt loforð. Fái þessir aðilar vilja sínum framgengt mun 150 til 200 metra hár vindorkuskógur yfirgnæfa fjallahringinn innst við Breiðafjörð. Og um leið og leyfi fæst fyrir fyrsta orkuverinu verður auðvelt að bæta við öðru á næsta fjalli því víðernin verða ekki lengur ósnortin. Og ekki blæs minna úti á firðinum sem er fullur af eyjum og skerjum sem hægt er að reisa vindmyllur á. Þannig verður farið fjall af fjalli, eyju eftir eyju þar til ekkert er eftir af Breiðafirði eins og við þekkjum hann. Í sumar ákvað umhverfisráðherra að ganga gegn ráðleggingum vinnuhóps um rammaáætlun og taka vindorkuverið við Garpsdal úr biðflokki yfir í nýtingarflokk, þrátt fyrir að frekari rannsóknir vanti um áhrif þess á arnarstofninn. Málið er núna í samráðsgátt þar sem þú getur sagt þitt álit. Nánari upplýsingar um það eru á frjalsirvindar.is Höfundur er Breiðfirðingur.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun