Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar 18. september 2025 13:47 Ég hef áður fjallað um menningarstríðið sem mér þykir ríkja um málefni borgarinnar. Fólk er dregið í dilka eftir þeim lífstíl sem það velur að lifa, þeim samgöngukostum sem það velur að nýta og þeim hverfum sem það velur til búsetu. Sjálfri hafa mér þótt átakalínurnar bæði undarlegar og skaðlegar enda eigi fólk að hafa frelsi og val um eigin lifnaðarhætti. Borgarhverfin og samgöngukostirnir eigi að vera nægilega fjölbreyttir svo fólk geti komist í gegnum hversdaginn, hver á sínum forsendum. Undanfarnar vikur hefur verið til kynningar framtíðarskipulag fyrir Keldnaland, nýtt úthverfi í austurhluta borgarinnar. Skipulagið gerir ráð fyrir 12.000 íbúum og 6.000 störfum en aðeins 2.230 bílastæðum, sem ekki megi staðsetja við heimili. Er augljóslega gert ráð fyrir því að ríkur meirihluti fólks í þessu úthverfi velji sér bíllausan lífsstíl. Nýjustu ferðavenjukannanir sýna að hátt í 87% íbúa úthverfa fara til vinnu á bíl. Það er gríðarlega hátt hlutfall og sýnir glöggt þann samgönguveruleika sem blasir við íbúum úthverfanna. Auðvitað er eðlilegt viðfangsefni borgaryfirvalda að kanna hvort ekki megi lækka þetta hlutfall og gera fleirum kleift að ferðast án bíls - og fleiri heimilum að reka einn bíl í stað tveggja, eða jafnvel engan - en viðfangsefnið þarf að nálgast af raunsæi og skynsemi. Þegar borgaryfirvöld kynna skipulag nýs úthverfis þar sem þungamiðja samgangna verður Borgarlína, 62% heimila munu ekki geta átt bíl og langstærstur meirihluti íbúa á að fara til vinnu án bíls, finnst mér kynntar til leiks öfgar sem eru ólíklegar til að ganga í veruleikanum. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ríka hagsmuni af því að skipulag Keldnalands gangi vel og að uppbyggingaraðilar hafi áhuga á að ráðast í fyrirhugaða húsnæðisuppbyggingu á eigin reikning. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins verður nefnilega að hluta fjármagnaður með fyrirhugaðri 50 milljarða króna sölu á Keldnalandinu. Verktakar hafa nú þegar lýst yfir áhugaleysi á skipulaginu að óbreyttu, enda sé teiknað upp hverfi og samgönguskipulag sem lítil eftirspurn er eftir. Ef verktakar hafa ekki áhuga á að kaupa byggingarétt í hverfinu, fæst ekkert söluandvirði fyrir Keldnalandið og sú Borgarlína sem á að þjóna hverfinu verður ekki að veruleika. Þetta eru staðreyndir sem menn þurfa að gera sér grein fyrir. Allt er þetta órjúfanlega samhangandi. Ég tel nauðsynlegt að samgönguskipulag hverfisins verði endurhugsað frá grunni. Það taki mið af íslenskum veruleika og raunverulegri eftirspurn á húsnæðismarkaði. Sannarlega má leita leiða til að auka notkun almenningssamgangna og fjölga þeim sem ganga og hjóla - en veruleikinn er sá að jafnvel þó björtustu áætlanir um notkun Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika munu flestir áfram ferðast á bíl. Þó fyrirliggjandi tillögu um samgönguskipulag Keldnalands sé hafnað, leiðir það ekki af sér vilja til að skapa aðrar öfgar. Það er ástæðulaust að færa umræðu um framtíð Keldnalands inn í það menningarstríð sem þekkist í umræðu um borgarmál. Við eigum nú tækifæri til að skipuleggja öflugt framtíðarúthverfi, sem svarar eftirspurn á húsnæðismarkaði - með öflugum húsakostum, fjölbreyttum atvinnutækifærum, góðum útivistarsvæðum og valkostum í samgöngum. En ekkert af þessu verður að veruleika ef áætlanir byggja ekki á raunsæi og skynsemi. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef áður fjallað um menningarstríðið sem mér þykir ríkja um málefni borgarinnar. Fólk er dregið í dilka eftir þeim lífstíl sem það velur að lifa, þeim samgöngukostum sem það velur að nýta og þeim hverfum sem það velur til búsetu. Sjálfri hafa mér þótt átakalínurnar bæði undarlegar og skaðlegar enda eigi fólk að hafa frelsi og val um eigin lifnaðarhætti. Borgarhverfin og samgöngukostirnir eigi að vera nægilega fjölbreyttir svo fólk geti komist í gegnum hversdaginn, hver á sínum forsendum. Undanfarnar vikur hefur verið til kynningar framtíðarskipulag fyrir Keldnaland, nýtt úthverfi í austurhluta borgarinnar. Skipulagið gerir ráð fyrir 12.000 íbúum og 6.000 störfum en aðeins 2.230 bílastæðum, sem ekki megi staðsetja við heimili. Er augljóslega gert ráð fyrir því að ríkur meirihluti fólks í þessu úthverfi velji sér bíllausan lífsstíl. Nýjustu ferðavenjukannanir sýna að hátt í 87% íbúa úthverfa fara til vinnu á bíl. Það er gríðarlega hátt hlutfall og sýnir glöggt þann samgönguveruleika sem blasir við íbúum úthverfanna. Auðvitað er eðlilegt viðfangsefni borgaryfirvalda að kanna hvort ekki megi lækka þetta hlutfall og gera fleirum kleift að ferðast án bíls - og fleiri heimilum að reka einn bíl í stað tveggja, eða jafnvel engan - en viðfangsefnið þarf að nálgast af raunsæi og skynsemi. Þegar borgaryfirvöld kynna skipulag nýs úthverfis þar sem þungamiðja samgangna verður Borgarlína, 62% heimila munu ekki geta átt bíl og langstærstur meirihluti íbúa á að fara til vinnu án bíls, finnst mér kynntar til leiks öfgar sem eru ólíklegar til að ganga í veruleikanum. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ríka hagsmuni af því að skipulag Keldnalands gangi vel og að uppbyggingaraðilar hafi áhuga á að ráðast í fyrirhugaða húsnæðisuppbyggingu á eigin reikning. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins verður nefnilega að hluta fjármagnaður með fyrirhugaðri 50 milljarða króna sölu á Keldnalandinu. Verktakar hafa nú þegar lýst yfir áhugaleysi á skipulaginu að óbreyttu, enda sé teiknað upp hverfi og samgönguskipulag sem lítil eftirspurn er eftir. Ef verktakar hafa ekki áhuga á að kaupa byggingarétt í hverfinu, fæst ekkert söluandvirði fyrir Keldnalandið og sú Borgarlína sem á að þjóna hverfinu verður ekki að veruleika. Þetta eru staðreyndir sem menn þurfa að gera sér grein fyrir. Allt er þetta órjúfanlega samhangandi. Ég tel nauðsynlegt að samgönguskipulag hverfisins verði endurhugsað frá grunni. Það taki mið af íslenskum veruleika og raunverulegri eftirspurn á húsnæðismarkaði. Sannarlega má leita leiða til að auka notkun almenningssamgangna og fjölga þeim sem ganga og hjóla - en veruleikinn er sá að jafnvel þó björtustu áætlanir um notkun Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika munu flestir áfram ferðast á bíl. Þó fyrirliggjandi tillögu um samgönguskipulag Keldnalands sé hafnað, leiðir það ekki af sér vilja til að skapa aðrar öfgar. Það er ástæðulaust að færa umræðu um framtíð Keldnalands inn í það menningarstríð sem þekkist í umræðu um borgarmál. Við eigum nú tækifæri til að skipuleggja öflugt framtíðarúthverfi, sem svarar eftirspurn á húsnæðismarkaði - með öflugum húsakostum, fjölbreyttum atvinnutækifærum, góðum útivistarsvæðum og valkostum í samgöngum. En ekkert af þessu verður að veruleika ef áætlanir byggja ekki á raunsæi og skynsemi. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun