Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar 18. september 2025 13:47 Ég hef áður fjallað um menningarstríðið sem mér þykir ríkja um málefni borgarinnar. Fólk er dregið í dilka eftir þeim lífstíl sem það velur að lifa, þeim samgöngukostum sem það velur að nýta og þeim hverfum sem það velur til búsetu. Sjálfri hafa mér þótt átakalínurnar bæði undarlegar og skaðlegar enda eigi fólk að hafa frelsi og val um eigin lifnaðarhætti. Borgarhverfin og samgöngukostirnir eigi að vera nægilega fjölbreyttir svo fólk geti komist í gegnum hversdaginn, hver á sínum forsendum. Undanfarnar vikur hefur verið til kynningar framtíðarskipulag fyrir Keldnaland, nýtt úthverfi í austurhluta borgarinnar. Skipulagið gerir ráð fyrir 12.000 íbúum og 6.000 störfum en aðeins 2.230 bílastæðum, sem ekki megi staðsetja við heimili. Er augljóslega gert ráð fyrir því að ríkur meirihluti fólks í þessu úthverfi velji sér bíllausan lífsstíl. Nýjustu ferðavenjukannanir sýna að hátt í 87% íbúa úthverfa fara til vinnu á bíl. Það er gríðarlega hátt hlutfall og sýnir glöggt þann samgönguveruleika sem blasir við íbúum úthverfanna. Auðvitað er eðlilegt viðfangsefni borgaryfirvalda að kanna hvort ekki megi lækka þetta hlutfall og gera fleirum kleift að ferðast án bíls - og fleiri heimilum að reka einn bíl í stað tveggja, eða jafnvel engan - en viðfangsefnið þarf að nálgast af raunsæi og skynsemi. Þegar borgaryfirvöld kynna skipulag nýs úthverfis þar sem þungamiðja samgangna verður Borgarlína, 62% heimila munu ekki geta átt bíl og langstærstur meirihluti íbúa á að fara til vinnu án bíls, finnst mér kynntar til leiks öfgar sem eru ólíklegar til að ganga í veruleikanum. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ríka hagsmuni af því að skipulag Keldnalands gangi vel og að uppbyggingaraðilar hafi áhuga á að ráðast í fyrirhugaða húsnæðisuppbyggingu á eigin reikning. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins verður nefnilega að hluta fjármagnaður með fyrirhugaðri 50 milljarða króna sölu á Keldnalandinu. Verktakar hafa nú þegar lýst yfir áhugaleysi á skipulaginu að óbreyttu, enda sé teiknað upp hverfi og samgönguskipulag sem lítil eftirspurn er eftir. Ef verktakar hafa ekki áhuga á að kaupa byggingarétt í hverfinu, fæst ekkert söluandvirði fyrir Keldnalandið og sú Borgarlína sem á að þjóna hverfinu verður ekki að veruleika. Þetta eru staðreyndir sem menn þurfa að gera sér grein fyrir. Allt er þetta órjúfanlega samhangandi. Ég tel nauðsynlegt að samgönguskipulag hverfisins verði endurhugsað frá grunni. Það taki mið af íslenskum veruleika og raunverulegri eftirspurn á húsnæðismarkaði. Sannarlega má leita leiða til að auka notkun almenningssamgangna og fjölga þeim sem ganga og hjóla - en veruleikinn er sá að jafnvel þó björtustu áætlanir um notkun Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika munu flestir áfram ferðast á bíl. Þó fyrirliggjandi tillögu um samgönguskipulag Keldnalands sé hafnað, leiðir það ekki af sér vilja til að skapa aðrar öfgar. Það er ástæðulaust að færa umræðu um framtíð Keldnalands inn í það menningarstríð sem þekkist í umræðu um borgarmál. Við eigum nú tækifæri til að skipuleggja öflugt framtíðarúthverfi, sem svarar eftirspurn á húsnæðismarkaði - með öflugum húsakostum, fjölbreyttum atvinnutækifærum, góðum útivistarsvæðum og valkostum í samgöngum. En ekkert af þessu verður að veruleika ef áætlanir byggja ekki á raunsæi og skynsemi. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Ég hef áður fjallað um menningarstríðið sem mér þykir ríkja um málefni borgarinnar. Fólk er dregið í dilka eftir þeim lífstíl sem það velur að lifa, þeim samgöngukostum sem það velur að nýta og þeim hverfum sem það velur til búsetu. Sjálfri hafa mér þótt átakalínurnar bæði undarlegar og skaðlegar enda eigi fólk að hafa frelsi og val um eigin lifnaðarhætti. Borgarhverfin og samgöngukostirnir eigi að vera nægilega fjölbreyttir svo fólk geti komist í gegnum hversdaginn, hver á sínum forsendum. Undanfarnar vikur hefur verið til kynningar framtíðarskipulag fyrir Keldnaland, nýtt úthverfi í austurhluta borgarinnar. Skipulagið gerir ráð fyrir 12.000 íbúum og 6.000 störfum en aðeins 2.230 bílastæðum, sem ekki megi staðsetja við heimili. Er augljóslega gert ráð fyrir því að ríkur meirihluti fólks í þessu úthverfi velji sér bíllausan lífsstíl. Nýjustu ferðavenjukannanir sýna að hátt í 87% íbúa úthverfa fara til vinnu á bíl. Það er gríðarlega hátt hlutfall og sýnir glöggt þann samgönguveruleika sem blasir við íbúum úthverfanna. Auðvitað er eðlilegt viðfangsefni borgaryfirvalda að kanna hvort ekki megi lækka þetta hlutfall og gera fleirum kleift að ferðast án bíls - og fleiri heimilum að reka einn bíl í stað tveggja, eða jafnvel engan - en viðfangsefnið þarf að nálgast af raunsæi og skynsemi. Þegar borgaryfirvöld kynna skipulag nýs úthverfis þar sem þungamiðja samgangna verður Borgarlína, 62% heimila munu ekki geta átt bíl og langstærstur meirihluti íbúa á að fara til vinnu án bíls, finnst mér kynntar til leiks öfgar sem eru ólíklegar til að ganga í veruleikanum. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ríka hagsmuni af því að skipulag Keldnalands gangi vel og að uppbyggingaraðilar hafi áhuga á að ráðast í fyrirhugaða húsnæðisuppbyggingu á eigin reikning. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins verður nefnilega að hluta fjármagnaður með fyrirhugaðri 50 milljarða króna sölu á Keldnalandinu. Verktakar hafa nú þegar lýst yfir áhugaleysi á skipulaginu að óbreyttu, enda sé teiknað upp hverfi og samgönguskipulag sem lítil eftirspurn er eftir. Ef verktakar hafa ekki áhuga á að kaupa byggingarétt í hverfinu, fæst ekkert söluandvirði fyrir Keldnalandið og sú Borgarlína sem á að þjóna hverfinu verður ekki að veruleika. Þetta eru staðreyndir sem menn þurfa að gera sér grein fyrir. Allt er þetta órjúfanlega samhangandi. Ég tel nauðsynlegt að samgönguskipulag hverfisins verði endurhugsað frá grunni. Það taki mið af íslenskum veruleika og raunverulegri eftirspurn á húsnæðismarkaði. Sannarlega má leita leiða til að auka notkun almenningssamgangna og fjölga þeim sem ganga og hjóla - en veruleikinn er sá að jafnvel þó björtustu áætlanir um notkun Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika munu flestir áfram ferðast á bíl. Þó fyrirliggjandi tillögu um samgönguskipulag Keldnalands sé hafnað, leiðir það ekki af sér vilja til að skapa aðrar öfgar. Það er ástæðulaust að færa umræðu um framtíð Keldnalands inn í það menningarstríð sem þekkist í umræðu um borgarmál. Við eigum nú tækifæri til að skipuleggja öflugt framtíðarúthverfi, sem svarar eftirspurn á húsnæðismarkaði - með öflugum húsakostum, fjölbreyttum atvinnutækifærum, góðum útivistarsvæðum og valkostum í samgöngum. En ekkert af þessu verður að veruleika ef áætlanir byggja ekki á raunsæi og skynsemi. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun