Innlent

Mótmæla friðun hafsvæða

Hvalaskoðunarbáturinn Elding.
Hvalaskoðunarbáturinn Elding. MYND/Valgarður

Félag hrefnuveiðimanna mótmælir harðlega tillögum Hafrannsóknastofnunar til friðunar hafsvæða fyrir veiðum, vegna hvalaskoðunar á þeim. Hrefnuveiðimenn segjast hafa lýst sig reiðubúna til samvinnu við hvalaskoðunarfyrirtækin, svo ekki sé verið að stunda veiðar á sömu slóðum á sama tíma og hvalaskoðun fer fram, en slík samvinna hafi ekki hlotið hljómgrunn hjá hvalaskoðunarfyrirtækjunum. Í ljósi þess sé útilokað að sætta sig við lokun hefðbundinna veiðisvæða í Faxaflóa og við Skjálfanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×