Þverárhlíðarvegur 522 er lokaður við bæinn Norðtungu vegna raflínu sem liggur á veginum.Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ekki gert ráð fyrir að hægt verði að opna veginn aftur fyrr en á morgun.
Veðurstöð við Hvamm undir Eyjafjöllum er biluð.
Vegagerðin varar við stormi og slæmu ferðaveðri, sunnan og vestan til á landinu.
Vegfarendur eru beðnir um að kynna sér veðurspá og skilyrði til aksturs.
Á Vesturlandi eru hálkublettir á Bröttubrekku og á Fróðárheiði.
Á Vestfjörðum er hálka á fjallvegum en þó er þæfingur á Dynjandisheiði. Hálkublettir og skafrenningur er á Arnkötludal og snjóþekja og óveður er á Steingrímsfjarðarheiði. Ófært er á Hrafnseyrarheiði.
Á Norðurlandi er hálka og skafrenningur á Öxnadalsheiði og hálkublettir eru á Þverárfjalli, hálka er á Lágheiði. Á Vatnsskarði eru hálkublettir og óveður.
Á Norðausturlandi er hálka, hálkublettir og skafrenningur víða. Ófært er á Öxarfjarðarheiði og á Hólsandi. Á Sandvíkurheiði er hálka og óveður.
Á Austurlandi er ófært um Hellisheiði eystri, Vatnsskarð eystra, Breiðdalsheiði og Öxi. Snjóþekja og skafrenningur er á Fagradal og á Oddskarði. Hálka og óveður er á Fjarðarheiði.