Lífið

2.600 lítrar af poppi yfir dansþyrsta

Atli stendur rogginn við poppaðasta bíl Íslandssögunnar.
fréttablaðið/anton
Atli stendur rogginn við poppaðasta bíl Íslandssögunnar. fréttablaðið/anton

„Ég ætla að blása 2.600 lítrum af poppi yfir gesti staðarins,“ segir athafnamaðurinn Atli Már Gylfason.

Atli er einn af skipuleggjendum poppkornspartís á skemmtistaðnum Top of the Rock á gamla Varnarliðssvæðinu í Reykjanesbæ á laugardaginn. Atli og félagar eru búnir að hanna sérstaka poppblásara sem fara í gang þegar partíið nær hápunkti. „Þetta eru tveir blásarar og algjört mix sem þrælvirkar,“ segir hann.

Partíið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi samkvæmt Atla og að öllum líkindum það síðasta. Poppmagnið ku vera svo mikið að hann hefur enga trú á því að uppátækið verði endurtekið. „Þetta hefur verið haldið á hverju sumri á Majorka,“ segir Atli. „Ég fékk hugmyndina þar, þetta er önnur klikkaða hugmyndin sem ég fæ. Sú fyrsta var að halda froðupartí, ég flutti fyrstu froðuvélina til landsins og hélt nokkur froðupartí sumarið 2007. Nú langar mig að gera eitthvað nýtt og spennandi.“

Plötusnúðurinn Jay-Arr þeytir skífum í partíinu og forsala hefst í dag á Top of the Rock. Miðaverð er 1.000 krónur í forsölu og 1.500 krónur við dyrnar. Atli segir að popppoki fylgi hverjum miða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.