Erlent

83 látnir og margra saknað

Allt var á floti í Manila, höfuð­borg Filippseyja, eftir að fellibylurinn gekk yfir. fréttablaðið/ap
Allt var á floti í Manila, höfuð­borg Filippseyja, eftir að fellibylurinn gekk yfir. fréttablaðið/ap
Að minnsta kosti 83 hafa látist og 23 er saknað eftir að fellibylurinn Ketsana gekk yfir norðurhluta Filippseyja. Flóðin á svæðinu eru þau mestu í fjóra áratugi. Rigningu kyngdi látlaust niður í einn sólarhring og var hún álíka mikil þennan sólahring og meðaltal alls september­mánaðar. Rúmlega 330 þúsund manns þurftu að glíma við afleiðingar fellibylsins. Þar af voru 59 þúsund manns flutt í um eitt hundrað skóla, kirkjur og önnur húsnæði. Margir íbúar misstu allar eigur sínar en voru engu að síður þakklátir fyrir að vera enn á lífi. „Við erum komin aftur á byrjunarreit,“ sagði einn íbúanna. - fb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×