Verðlaunahöfundi hótað á Facebook 10. júlí 2009 08:00 Vigdís Grímsdóttir er hætt í bili á Facebook eftir að henni tóku að berast hótanir í gegnum einkaskilaboð. Hún er annar notandinn á stuttum tíma sem verður fyrir óþægindum af hendi þessa vinasamfélags því nýverið var Ragnheiður Elín Clausen útilokuð frá Facebook, án nokkurra skýringa. „Ef það eru sautján þúsund gæsir þá eru alltaf tuttugu sem eru leiðinlegar. Sama á við um stigagang í blokk, það eru alltaf einhverjar nornir þar sem eru reiðubúnar að brýna klærnar. Facebook er engin undantekning frá þessum reglum," segir rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir. Hún, eins og sextíu þúsund aðrir Íslendingar, er skráð sem notandi á Facebook og hefur nýtt sér þennan samskiptavef til gagns og gaman. Nýverið tók gamanið hins vegar heldur að kárna þegar henni fóru að berast hótanir í gegnum einkaskilaboð sem hægt er að senda á Facebook. Og rithöfundurinn ákvað eftir nokkrar slíkar sendingar að taka sér gott frí frá þessu netsamfélagi. „Ég er ekkert hætt, ég ætla bara ekkert að vera við á næstunni en sný síðan aftur, galvösk, einhvern tímann eftir sumarið," segir Vigdís. Hún vildi ekki gefa upp um hvers konar hótanir væri að ræða. „Nei, ég vil ekki gera þessu fólki það til geðs að hafa eitthvað eftir því sem það skrifaði." Vigdís tilkynnti brotthvarf sitt af Facebook á miðvikudagskvöldið með þessum orðum: „Ég þakka öllum fésbókarvinum mínum fyrir samveruna! Hún hefur verið góð! En þrátt fyrir það get ég ekki liðið hótanir, hvorki í minn garð né vina minna. Guð gefi ykkur öllum góða nótt." Og fékk mikil viðbrögð sem voru öll á sömu lund; hvernig í ósköpunum fólki dytti í hug að senda svona í gegnum Facebook. Vigdís tekur þessum hótunum af mikilli yfirvegun, segir að hún hafi skemmt sér konunglega inni á Facebook en viðurkennir um leið að þetta hafi komið sér á óvart, að fólk skuli hreinlega hafa fyrir því að senda einhverjum hótanir á Facebook, í samfélagi sem sé fyrst og fremst hugsað til skemmtunar og fræðslu. „Ég bara átta mig ekki alveg á þessu eða hvað býr þarna að baki. Maður er svo blásaklaus og trúir alltaf því besta upp á fólk. Ég ætla ekkert að hætta þeirri iðju minni, ég var bara búin að fá nóg af þessum hótunum og segi því þetta bara gott í bili." Vigdís er ekki sú eina sem hefur orðið fyrir barðinu á netníðingum á Facebook. Því nýlega var greint frá því í fjölmiðlum að Ragnheiði Elínu Clausen, fyrrum sjónvarpsþulu, hefði verið hent út af Facebook vegna kvörtunar til yfirmanna Facebook. Henni var síðan hent út en fékk aldrei neinar skýringar á því. Þá höfðu yfir 450 manns skráð sig á stuðningsmannasíðu Ragnheiðar sem er mætt aftur til leiks á netinu undir réttu nafni; Ragnheiður Elín Hauksdóttir Clausen. Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
„Ef það eru sautján þúsund gæsir þá eru alltaf tuttugu sem eru leiðinlegar. Sama á við um stigagang í blokk, það eru alltaf einhverjar nornir þar sem eru reiðubúnar að brýna klærnar. Facebook er engin undantekning frá þessum reglum," segir rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir. Hún, eins og sextíu þúsund aðrir Íslendingar, er skráð sem notandi á Facebook og hefur nýtt sér þennan samskiptavef til gagns og gaman. Nýverið tók gamanið hins vegar heldur að kárna þegar henni fóru að berast hótanir í gegnum einkaskilaboð sem hægt er að senda á Facebook. Og rithöfundurinn ákvað eftir nokkrar slíkar sendingar að taka sér gott frí frá þessu netsamfélagi. „Ég er ekkert hætt, ég ætla bara ekkert að vera við á næstunni en sný síðan aftur, galvösk, einhvern tímann eftir sumarið," segir Vigdís. Hún vildi ekki gefa upp um hvers konar hótanir væri að ræða. „Nei, ég vil ekki gera þessu fólki það til geðs að hafa eitthvað eftir því sem það skrifaði." Vigdís tilkynnti brotthvarf sitt af Facebook á miðvikudagskvöldið með þessum orðum: „Ég þakka öllum fésbókarvinum mínum fyrir samveruna! Hún hefur verið góð! En þrátt fyrir það get ég ekki liðið hótanir, hvorki í minn garð né vina minna. Guð gefi ykkur öllum góða nótt." Og fékk mikil viðbrögð sem voru öll á sömu lund; hvernig í ósköpunum fólki dytti í hug að senda svona í gegnum Facebook. Vigdís tekur þessum hótunum af mikilli yfirvegun, segir að hún hafi skemmt sér konunglega inni á Facebook en viðurkennir um leið að þetta hafi komið sér á óvart, að fólk skuli hreinlega hafa fyrir því að senda einhverjum hótanir á Facebook, í samfélagi sem sé fyrst og fremst hugsað til skemmtunar og fræðslu. „Ég bara átta mig ekki alveg á þessu eða hvað býr þarna að baki. Maður er svo blásaklaus og trúir alltaf því besta upp á fólk. Ég ætla ekkert að hætta þeirri iðju minni, ég var bara búin að fá nóg af þessum hótunum og segi því þetta bara gott í bili." Vigdís er ekki sú eina sem hefur orðið fyrir barðinu á netníðingum á Facebook. Því nýlega var greint frá því í fjölmiðlum að Ragnheiði Elínu Clausen, fyrrum sjónvarpsþulu, hefði verið hent út af Facebook vegna kvörtunar til yfirmanna Facebook. Henni var síðan hent út en fékk aldrei neinar skýringar á því. Þá höfðu yfir 450 manns skráð sig á stuðningsmannasíðu Ragnheiðar sem er mætt aftur til leiks á netinu undir réttu nafni; Ragnheiður Elín Hauksdóttir Clausen.
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira