Innlent

Gunnlaugur lýkur hlaupinu í kvöld

Gunnlaugi miðar vel áfram.
Gunnlaugi miðar vel áfram.
Gunnlaugur Júlíusson hlaupagarpur leggur upp í síðasta áfangann síðdegis í dag á leið sinni frá Reykjavík til Akureyrar. Gunnlaugur hóf hlaupið síðastliðinn sunnudag og því lýkur á setningu Landsmót UMFÍ á íþróttavellinum við Hamar um klukkan átta í kvöld. Í fréttatilkynningu sem send var út vegna hlaupsins segir að sérstök athöfn verði klukkan fimm í dag í Þelamörk þar sem Gunnlaugur byrjar síðasta áfangann en þar munu Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Edda Heiðrún Backmann hitta ofurhlauparann. Gunnlaugur hleypur sem kunnugt er til styrktar endurhæfingarstöðinni á Grensás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×