Innlent

Vantar ástríðu fyrir Evrópusambandinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson segir að Íslendinga skorti alla ástríðu fyrir ESB. Mynd/ GVA.
Bjarni Benediktsson segir að Íslendinga skorti alla ástríðu fyrir ESB. Mynd/ GVA.
„Það vantar allt hjarta í þetta mál. Það vantar alla ástríðu," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Bjarni átti þar við að það væri lítill áhugi á meðal Íslendinga til þess að starfa innan Evrópusambandsins.

„Ég efast ekki um að þessi ást finnist á meðal einstakra þingmanna. „En þessi ást er ekki til úti í samfélaginu. Hún er ekki í ríkisstjórnarsamstarfinu eða á ráðherrabekkunum," segir Bjarni. Málið snerist einungis um ískalt hagsmunamat tengt íslensku krónunni.

Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skiluðu sérnefndaráliti þegar umræðu lauk um þingsályktunartillöguna lauk í utanríkismálanefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×