Sagan endalausa af Jackson 10. júlí 2009 07:00 Greinilegt er að öll kurl eru enn ekki komin til grafar hvað varðar andlát Michaels Jackson, enda lífshlaup hans æði skrautlegt.Nordic Photos/ AFP Óvinnandi vegur er að fara yfir allar fréttir sem tengjast með einum eða öðrum hætti andláti Michaels Jackson. En þó er rétt að tæpa á þeim helstu fyrir eldheita aðdáendur poppguðsins. Nafnið Jordan Chandler hringir kannski ekki mörgum bjöllum en hann var miðpunkturinn í málaferlunum á hendur Jackson vegna kynferðislegs ofbeldis. Þær fréttir berast nú frá Ameríku að Jordan hafi viðurkennt að hafa sagt ósatt um hvað gerðist milli hans og Jacksons og að maðurinn á bakvið lygarnar sé faðir hans, Evan Chandler. Bloggheimar í Bandaríkjunum hafa logað vegna þessa orðróms og margir hafa heimtað réttlæti handa Jackson. Hins vegar virðist þetta ekki hafa náð eyrum stóru fréttastöðvanna og að öllum líkindum eru þetta aðdáendur Jacksons sem hafa komið þessu af stað í þeim tilgangi að hreinsa mannorð hans. Skríbentar hafa fordæmt þessa tilraun og bent á að Jordan sé fórnarlambið, ekki Michael Jackson. Af öðrum fréttum tengdum Michael má nefna að fjölskylda hans ætlar ekki að láta grafa hann fyrr en heili hans er kominn á réttan stað. Heili Jacksons var nefnilega fjarlægður svo hægt væri að kryfja hann og komast að dánarorsök og bíður fjölskyldan hans nú eftir niðurstöðunum og líffærinu sjálfu. Ekki er enn orðið ljóst hvar og hvenær Jackson verður grafinn en hins vegar má geta þess að rúmlega 31 milljón Ameríkana horfði á minningarathöfnina um Jackson sem eru ögn færri en horfðu á jarðarför Díönu prinsessu og innsetningu Baracks Obama í forsetaembættið. Þá má geta þess að Dr. Arnold Klein viðurkenndi í viðtali við Diane Sawyer að hann væri ekki faðir elstu barna Jacksons, líkt og sumir hafa viljað halda fram. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Klein og Debbie Rowe, meint barnsmóðir Jakcsons, hafi átt í ástarsambandi og að Klein eigi þau Paris og Prince Jackson. En það er víst ekki rétt. „Ekki svo ég viti,“ sagði Klein við Sawyer og bætti því við hann hefði ekki verið yfirheyrður vegna andláts Michaels. „Nei, en hins vegar er það mín skoðun að ef það er rétt að einhver læknir hafi gefið honum verkjalyfið Propofol þá er sá hinn sami glæpamaður. Það lyf er mjög hættulegt og mjög ávanabindandi.“ Að lokum er svo rétt að koma skilaboðum frá Paul McCartney á framfæri sem nú hefur upplýst að hann og Jackson hafi aldrei orðið óvinir heldur hafi þeir bara þroskast hvor í sína áttina. „Og það er engin fótur fyrir þeim sögusögnum að Michael hafi lofað mér því að ég fengi höfundarréttinn að bítlalögunum í arf, það er algjör vitleysa. Og ég get því ekki verið svekktur ef ég fæ ekki lögin.“ Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Óvinnandi vegur er að fara yfir allar fréttir sem tengjast með einum eða öðrum hætti andláti Michaels Jackson. En þó er rétt að tæpa á þeim helstu fyrir eldheita aðdáendur poppguðsins. Nafnið Jordan Chandler hringir kannski ekki mörgum bjöllum en hann var miðpunkturinn í málaferlunum á hendur Jackson vegna kynferðislegs ofbeldis. Þær fréttir berast nú frá Ameríku að Jordan hafi viðurkennt að hafa sagt ósatt um hvað gerðist milli hans og Jacksons og að maðurinn á bakvið lygarnar sé faðir hans, Evan Chandler. Bloggheimar í Bandaríkjunum hafa logað vegna þessa orðróms og margir hafa heimtað réttlæti handa Jackson. Hins vegar virðist þetta ekki hafa náð eyrum stóru fréttastöðvanna og að öllum líkindum eru þetta aðdáendur Jacksons sem hafa komið þessu af stað í þeim tilgangi að hreinsa mannorð hans. Skríbentar hafa fordæmt þessa tilraun og bent á að Jordan sé fórnarlambið, ekki Michael Jackson. Af öðrum fréttum tengdum Michael má nefna að fjölskylda hans ætlar ekki að láta grafa hann fyrr en heili hans er kominn á réttan stað. Heili Jacksons var nefnilega fjarlægður svo hægt væri að kryfja hann og komast að dánarorsök og bíður fjölskyldan hans nú eftir niðurstöðunum og líffærinu sjálfu. Ekki er enn orðið ljóst hvar og hvenær Jackson verður grafinn en hins vegar má geta þess að rúmlega 31 milljón Ameríkana horfði á minningarathöfnina um Jackson sem eru ögn færri en horfðu á jarðarför Díönu prinsessu og innsetningu Baracks Obama í forsetaembættið. Þá má geta þess að Dr. Arnold Klein viðurkenndi í viðtali við Diane Sawyer að hann væri ekki faðir elstu barna Jacksons, líkt og sumir hafa viljað halda fram. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Klein og Debbie Rowe, meint barnsmóðir Jakcsons, hafi átt í ástarsambandi og að Klein eigi þau Paris og Prince Jackson. En það er víst ekki rétt. „Ekki svo ég viti,“ sagði Klein við Sawyer og bætti því við hann hefði ekki verið yfirheyrður vegna andláts Michaels. „Nei, en hins vegar er það mín skoðun að ef það er rétt að einhver læknir hafi gefið honum verkjalyfið Propofol þá er sá hinn sami glæpamaður. Það lyf er mjög hættulegt og mjög ávanabindandi.“ Að lokum er svo rétt að koma skilaboðum frá Paul McCartney á framfæri sem nú hefur upplýst að hann og Jackson hafi aldrei orðið óvinir heldur hafi þeir bara þroskast hvor í sína áttina. „Og það er engin fótur fyrir þeim sögusögnum að Michael hafi lofað mér því að ég fengi höfundarréttinn að bítlalögunum í arf, það er algjör vitleysa. Og ég get því ekki verið svekktur ef ég fæ ekki lögin.“
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira