Innlent

ESB umsókn líklegast afhent í lok júlí

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Utanríkisráðuneytið.
Utanríkisráðuneytið.
Líklegt er að umsókn að Evrópusambandinu verði lögð fram á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja sambandsins sem fram fer 27. júlí næstkomandi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir að málið velti allt á því hvernig mál þróast í þinginu.

„Við bíðum bara eftir því hvað þingið segir og gerir. Stjórnarmeirihlutinn og fulltrúi Borgarahreyfingarinnar í utanríkisnefnd eru með sameiginlega tillögu. Nú verður hún rædd í dag og áfram og eftir það veit framkvæmdarvaldið hver vilji þingsins er og þá verður brugðist við í samræmi við það," segir Kristján.

Kristján segir að ef mögulegt sé muni fundur utanríkisráðherra verða nýttur í að skila inn umsókninni. „Við ráðum auðvitað ekki dagskrá Evrópusambandsins. En ef það verður mögulegt að þá myndum við sjá hvernig það passar við tímaáætlunina," segir Kristján.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×